25.8.06

Jæja, hérna kemur smá blogg

Eins og systir mín í Bruxelles þá er ég búin að vera annsi andlaus og þegar ég fæ hugmyndir er ég ekki fyrir framan tölvuna. Loksins þegar ég sest niður þá er allt horfið úr huganum. Annars fyrir utan Rugby leikinn á laugardaginn hefur ekki mikið verið upp á teningnum. Fékk reyndar einhvern kvef fjanda um miðja vikuna en er búin að ná því úr mér að mestu. Síðustu nætur hafa nefnilega verið dáldið kaldar sérstaklega þegar hitarinn í herberginu mínu virðist ekki virka.

Annars var leikurinn algjör snilld og ég á eflaust eftir að fara aftur. Auðvitað unnu Svartstakkarnir sýndu snilldar tilþrif í seinni hálfleiknum og skeindu sér á Kengúrunum. Mjög gaman var að sjá Haka sem er smá athöfn sem Ný Sjálendingar gera áður en leikurinn hefst. Eina sem skyggði á þetta allt saman var að ferðaskrifstofan sem bókaði miðan var ekki alvega að standa sig. Við borgðum $50 meira (um 2500 kr) og fyrir það áttum við að fá BBQ, drykkjarföng og far á leikinn. BBQ-ið var pulsa í fransbrauði og tómatsósa, drykkjarföngin var 1 bjór af barnum (gast ekki fengið neitt annað ekki einu sinni rauðvín) og lagt var svo seint af stað að við misstum næstum því af Hakanu. Og þegar við fórum heim gekk mjög illa að finna rúturnar því fararstjórarnir gáfu okkur ekki nægjanlega upplýsingar um hvar þær myndu vera. En við komumst þó heim að lokum og í dag hlæjum við að þessu öllu.

Auðvitað hafa verið framkvæmdir ótrúlegir gjörningar í eldhúsinu grillveisla í kvöld og tapas í gær (þar sem ég og Nacho sameinuðumst um að gera snilldar góða pizzu sem auðvitað kláraðist á notime). Annars held ég að fólk sé komið á þá skoðun að ég sé einhver meistarakokkur en ég held að ég hafi aðeins platað það því ég elda alltaf sama réttin bara dulbúin sem mismundandi réttir. Annars held ég að eitt það sniðugasta sem við gætum gert hérna væri að safna saman þeim uppskriftum sem notaðar eru á þessum tapas kvöldum því réttirnir hérna eru hverjum öðrum betri.

Á morgun er ég síðan að fara í 4 daga kayak ferð um nyrsta odda suður eyjunnar. Ég veit ekki nákvæmlega hvert við erum að fara en við erum 5 sem leggjum af stað eldsnemma í fyrramálið og byrjum á því að keyra til Wellington og tökum ferjuna þaðan yfir til Picton. Þaðan keyrum við smá spöl til lítils bæ og róum þaðan. Þetta á eftir að vera algjör snilld því mér hefur alltaf dreymt um að gera þetta. Fjárfesti einmitt í góðum útivistargræjum í dag og þó ég hafi kannski aðeins farið yfir strikið þá sé ég ekki eftir neinu. Þið skuluð því bara hlakka til snilldar flotra mynda og skemmtilegra frásagna þegar ég kem heim aftur.

18.8.06

Einmanaleiki, hvað er það?

Ef það er eitthvað orð sem ekki finnst hérna á Railway Campus er það einmanna. Ef einhver sem kemur hérna tekst að vera einmanna er hann annað hvort óstjórnlega leiðinlegur eða sérlega óframfærin. Ég skal reyndar viðurkenna að ég var nokkuð heppin að kynnast Nacho svona fljótt því að hann dregur að sér allskona fólk hrærir upp í því og áður en þú veist af áttu orðið 5 fleiri vini heldur en í gær.

Á þriðjudaginn var crepes kvöld hérna á TRC. Reyndar vissi ég ekki af því og hafði eldað mér Sedani Classic (snilldar góður pastaréttur með kjúklingi, þeir sem fóru eitthvað á Pasta Basta þegar ég vann þar vita hvað ég er að tala um. Takk Mummi fyrir uppskriftina.). Allir komu með eitthvað til að setja í pönnsurnar og Frakkarnir tveir í hópnum sáu um eldamennskuna. Eins og alltaf skapaðist stemmning í eldhúsinu, auðvitað eru bestu partýin í eldhúsinu. Sérstaklega var áhugaverð keppnin milli Nacho og Önnu að snúa pönnsu við í loftinu sem endaði í árekstri fyrir framan eldavélina. Ég held meira að segja að báðar pönnsurnar enduðu á sömu pönnunni.

Í gær var svo 3ja vikulega Tapas kvöldið. Þessi kvöld verða alltaf stærri og stærri og maður borðar alltaf meira og meira. Margir góðir réttir sem maður smakkar þarna en maður verður að hafa hraðan á ef maður ætlar sér að fá eitthvað. Ég skellti upp í smá Semi Fredo fyrr um daginn, einskonar ís frá Ítalíu, og vakti talsverða lukku. Kláraðist reyndar ekki eins fljótt og brauðið mitt vikuna áður en það voru nokkrir sem vöktuðu skálina. Reyndar var aðalbrandarinn við ísin að fyrr um daginn hafði ég hitt Chris, einn fárra Ný Sjálendinganna á campusnum og sýndi ég honum ísinn. Eina sem hann sagði var. "It looks like crap." En um kvöldið átt hann manna mest af ísnum mínum og gerði ég stólpa grína af honum fyrir vikið.

Eftir allt átið var farið á Fordes en það er bar sem er steinsnar frá campusnum. Staðurinn er rekin af írskum Ný Sjálendingi og var hörku stuð í hópnum. Spilað var Beer Pong og Pool fram eftir nóttu og þótt að ég hafi farið að sofa snemma eða að verða 3 voru sumir enn í fullum gír og héldu áfram.

Planið um helgina er að reyna að læra eitthvað og síðan er stórleikur í alþjóðlegur rugby á laugardaginn þegar All Blacks taka á móti The Wallabies (fyrir ólærða er þetta Nýja Sjáland á móti Ástralíu). En þetta er Leikurinn til að horfa á, má bera þetta saman við England-Argentína í fótboltanum. Eða öllu frekar Ísland-Svíþrjóð í handboltanum. Þetta verður mögnuð upplifun og verða örugglega settar inn myndir og frásögn af leiknum eftir helgina. Ég ætla líka að reyna að horfa á ManUtd leikinn á sunnudagskvöldið en útsendingin byrjar klukkan 12:30 um kvöldið.

14.8.06

Grill, Tapas og Strendur

Það má með sanni segja að grill kvöldið heppnaðist ótrúlega vel. Ég keypti mér Ný Sjálensk nautakjöt sem bragðaðist alveg ljúfenglega. Auðvitað bakaði ég brauð í tilefni dagsins og var því tekið með sömu viðbrögðum og heima. Þetta var reyndar í fyndnara lagi því engin ljós voru í garðinum þar sem grillin voru og því áttu sumir dáldið erfitt um að sjá hvort að steikin þeirra væri að grillast rétt. Allir voru samt sáttir eftir þetta kvöld og verðu örugglega endurtekið fljótlega.

Tapas kvöldið sló þó grillkvöldinu algjörlega út. Mætt var niður í eldhús rétt fyrir átta og var fólk þá byrjað að elda sína rétti. Undirritaður smellti saman í fyllt brauð með ferskum mossarella, parmaskinku go tómötum. Ég var varla búin að taka brauðið út úr ofninum þegar það var búið, reyndar var þetta mjög algengt þarna um kvöldið því réttirnir voru hverjum öðrum betri.

Á sunnudaginn fórum við 14 af Railway Campus í bíltúr á þrjár strendur á vesturströnd Nyrðri Eyjunnar. Aðal aðdráttaraflið fyrir flesta var að allar strendurnar eru með svartan sand, sem er frekar algengt hérna. Auðvitað fyrir mig var þetta bara "been there, done that". Samt var ótrúlegt hve sandkornin voru fín og hvernig litbrigðin í sandinum voru.

Fyrsta ströndin var Muriwai. Hún minnti mig margt á strendurnar á söndunum heima á Íslandi. Sandhólar með einhverju illgresi á og síðan svört strönd með miklu brimi. Þessi strönd var troðfull af krossurum og fjórhjólum að spóla. Löbbuðum samt í dágóðan tíma meðfram ströndinni og þurftum meðal annars að skella okkur úr skónum til að vaða yfir á sem rann í sjóinn. Sumir gáfust upp á því að halda á skónum og því voru þeir faldir undir illgresi á leiðinni. Eftir smá labb uppgötvuðum við að landslagið var alltaf það sama og því var snúið við.

Á leiðinni á næstu strönd, Bethels Beach, rákumst við á emúa sem voru hafðir í einhverri girðingu við veginn. Það var litið á mig eins og ég væri kex ruglaður þegar ég lýsti því yfir að ég yrði að komast út og taka mynd. Það varð til þess að auðvitað varð ég að segja frá hinni frábæru Radíusflugu sem var ekki til að bæta ímynd mína sem rugludallur. Á Bethel var ótrúlega mikill vindur og á stígnum sem lá frá bílastæðinu að ströndinn mynduðust miklir svipti vindar. Einn strákurinn sem ætlaði að gæða sér á epli hætti snarlega við eftir að hann beit fyrsta bitan því hann fann meiri sandbragð heldur en eplabragð. Nokkrir í hópnum ákváðu að reyna að veikjast og skelltu sér í sundskýlu og út í. Undirritaður hefur glímt við eilítið kvef og hálsbólgu síðustu daga svo ég ákvað að hætta mér ekki.

Síðasta ströndin var svo Karekere sem er víst mikil brimbretta strönd á sumrin. Í gær voru þarna aðeins fólk og hundar. Ótrúlega fallegt umhverfi og var mikið um sumarhús þarna. Sum húsin voru meira að segja byggð í snarbröttum hlíðum og efaðist verkfræðingurinn í mér um stöðugleika þeirra. Í norðan verðri víkinni var lítið nes sem nokkur af okkur klöngruðumst fram á og mátti sjá þar ótrúlegt brim brotna á hömrunum. Eftir þetta klifur var haldið heim á leið með viðkomu í helvíti til að ná sér í pizzu í matinn.

9.8.06

Eldhúsframfarir

Síðustu viku verð ég að segja að ég hafi verið frekar duglegur í eldhúsinu. Það stafar kannski að mestu af því að flest öll samskipti á þessum campus gerast í eldhúsinu. Þú bara tekur þitt hafurtask labbar niður og byrjar að elda. Áður en þú veist af er einhver byrjaður að elda við hliðina á þér (yfirleitt einhver sem maður kannast við) og þá byrjar spjallið. Eftir að búið er að framreiða matin er sest niður í borðstofunni (sem einu sinni var brautarpallurinn, búið er að fylla upp í lestarsporin). Ef þú gerir þessi "mistök" þá ertu ekki komin upp í herbergi til þín fyrr en að ganga miðnætti og því byrjar maður yfirleitt ekki að elda fyrr en að verða átta.

Lenti á spjalli við einn strák í gær, Jeff frá Boston að mig minnir, sem er eins og ég mikill aðdáandi Terry Pratchet. Hann hafði lesið allar bækurnar og við gátum bara minnst á eitthvað lítið atvik og þá hlógum við báðir. Eftir á að hyggja vorum við svona svipaðir og fangarnir tveir sem gátu bara sagt númerið á brandaranum. Fyndna var reyndar að þessi strákur hafði alveg jafn mikin áhuga á myndum sem eru svo lélegar að þær verða fyndnar (til dæmi Batman: The movie og Rollerblade). Það komst reyndar upp í gær að stór hluti af hópnum sem heldur mest saman hérna hefur ekki séð The Princess Bride og því er byrjað að skipuleggja videokvöld bráðum til að þröngva þeim til að sná þetta snilldarverk.

Í kvöld er BBQ og ætlum við að hittast um átta leytið og mun hver fyrir sig koma með eitthvað að grilla. Ég er búin að slá upp í flute og gera rósmarín kartöflur og er til í allt. Keypti tvær Filet sneiðar sem ég ætla að grilla. Þetta verður því filet með "Halla" brauði, rósmarín-kartöflum síðan er stefnan að hafa tómatsalat með þessu öllu. Hefði helst viljað gera sveppa sósu en það er dáldið erfitt þegar maður grillar. Það ætti að vera nóg af liði í kringum mann sem getur aðstoðað mig við að grilla þetta kjöt og klárað kannski kartöflurnar, tómatsalatið og brauðin.

Ég get nefnilega ekki haft afganga því á morgun er planað að hafa Tapas kvöld. Sem þýðir á Railway allir gera eitthvað og allir smakka hjá öllum. Þarf ekki endilega að vera Spænskt þó að Nacho ætlar að sýna snilli sýna og búa til annað hvort Paellas eða spænska eggjaköku. Brauðgerðin mín verður jómfrúarbakstur minn hérna suður frá og því vona ég að allt gangi vel. Hef enga hugmynd hvernig þetta mun takast en deigið leit alla vega vel út.

6.8.06

Rotorua

Er komin heim aftur eftir mjög svo skemmtilega helgarferð með nokkrum af TRC (The Railway Campus). Má segja að ég sé nokkuð þreyttur því ég er ekki búin að sofa nema í mesta lagi 6 tíma síðan á föstudaginn. Það var reyndar meira svona óvart frekar en eitthvað annað.

Vaknaði mjög snemma á laugardaginn eða klukkan 5. Ætlaði mér að horfa á beina útsendingu frá leik Man Utd og Porto. En það sem ég vissi ekki var að Sky Sports hérna er ekki það sama og er í Evrópu. Það þýddi að ég hafði ekkert að gera fyrr en klukkan 7 en þá ætlaði ég að hitta strákana. Allir voru komnir stundvíslega niður og þá var keyrt beina leið til Rotorua sem er rúmlega þriggja tíma akstur.

Eftir að hafa hent hlutunum okkar inn á Hostelið sem við gistum á var keyrt um 20 km út úr borginni aftur og að nokkrum vötnum sem eru þarna nálægt. Vötnin heit náttúrulega Maori nöfnum (sem ég man ekki) en í íslenskri þýðingu þá kallast þau Græna og Bláa vatnið, síðasta vatnið sem við fórum að var síðan Te Tarawera. Það eru nokkur vötn þarna í viðbót en við fórum ekki að þeim. Á þessu svæði er þorp sem fór undir ösku í eldgosi sem var þarna á endanverði 19. öld. Þorpið, Te Wairoa, hafði byggst upp í kringum ferðamennsku á svæðinu og voru menn aðallega að koma og baða sig í heitum uppsprettum sem voru hinu megin við vatnið. Einskonar Blátt Lón en þeirra var á stöllum í hlíðum fjallsins sem gaus.

Ég hafði mikin áhuga á að skoða þetta og þá aðallega til að bera saman við Vestmannaeyjar en strákunum fannst þetta alltof dýrt, aðgangseyrir var tæplega 1000 kr. Strákunum langaði eiginlega bara að sjá fossinn sem var partur af þessum túr. Ég skellti mér inn en strákarnir ætluðu að leyta að annari leið að fossinum. Ákveðið var að hittast eftir 40 mínútur fyrir utan safnið. Mér fannst það frekar knappur tími en hélt þó að ég gæti náð því á þeim tíma.

Þetta var mjög áhugavert svo ekki var meira sagt. Búið var að grafa upp fullt af minjum sem og að endurbyggja sum húsin sem höfðu lent undir gjósku fallinu. Eitt húsið var meira að segja næstum því í upprunalegu ástandi. (Ekki húsið í myndasafninu). Við þorpið rann lækur og þegar ég labbaði fram hjá honum varð mér hugsað til pabba. Þarna svömluðu um 5-6 punda bleikjur. Í einum hylnum taldi ég um 30 stykki. Ég hélt þó göngunni áfram þótt að löngunin að næla sér í einn var sterk. Fossinn var nokkuð tignalegur þótt að maður bjóst við meiru miðað við allar lýsingarnar sem maður var búin að lesa.

Þegar ég kláraði túrinn minn voru akkúrat liðnar 40 mínútur en ekkert bólaði á strákunum. Leið og beið þangað til 40 mínútum síðar þeir birtust. Þá höfðu þeir lent í miklum hrakningum að finna leið að fossinum sem endaði með því að þeir voru komnir inn á ræktunarsvæði fyrir kannabisplöntur, eða svo sagði maðurinn á safninu þegar þeir komu til baka. Það var alla vega mikið gert grín af þessu og var jafnvel byrjað að minnast á ópíumakrana sem þeir höfðu ratað inn á...

Eftir við höfðum troðið í okkur pizzum frá Helvíti (Er keðja þar sem þemað er allt tengt helvíti. Pizzurnar hétu nöfnum eins og: Leti, Hégómi, Reiði, Græðgi.) lá leið okkur upp á nálægt fjall. Þar höfðu heimamenn fundið upp enn einu adrenalín sportinu. Í hlíðunum var búið að koma fyrir akstursbraut þar sem hægt var að velja um 3 mismunandi erfiðleika flokka. Á þessum brautum var eikið sleðum sem voru bara knúnir áfram með þyngdaraflinu. Hreinasta snilld og hér legg ég formlega fram þá hugmynd að breyta neðsta hluta Esjunnar í Luge (Þyngdarsleði?) garð.

Ég, Matthew og Josh vorum í mikilli keppni og kláruðum ferðirnar okkar mun fyrr en hinir strákarnir. Á meðan við biðum prófuðum við rólu sem var þarna líka. Þessi róla byrjar á því að toga þig í 45 m hæð og sleppir þér síðan. Þú nærð 120-130 km/klst þegar mest er. Þetta var ótrúlega gaman þótt að sveiflan hefði verið í dýrara lagi.

Þegar við komum heim aftur á Hostelið voru menn orðnir annsi þreyttir. Við slöppuðum af í smá tíma og spjölluðum um daginn og næsta dagi. Loksin upp úr átta var farið niður í eldhús og einhvers slags spaghetti réttur galdraður fram. Eftir matin var aðeins kíkt á barin sem var við hliðina á en engin hafði úthald lengur en klukkan 1.

Í morgun var vaknað snemma og stefnan sett á Waiotapu sem er hverasvæði rétt hjá Rotorua. Við vorum komnir á staðin klukkan 10 en það var tímanlega fyrir að sjá Lady Knox gjósa. Ég verð að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum að sjá þennan hver því ég bjóst við Strokki eða einhverju álíka. Auðvitað svindluðu þeir aðeins og henntu bara sápu ofan í hann. (Þeir segja að einhver gaur hafi uppgötvað þetta fyrir slysni þegar hann var að baða sig í nágrenninu fyrir nokkrum árum....) Annars var mjög gaman að labba um svæðið. Ótrúlegt hvað var mikið af gróðri og dýralífi í kringum allt þetta súlfur sem kom upp úr iðrum jarðar. Það ringdi alveg rosalega meðan við vorum þarna og þið getið kannski greint hvað mikið af myndunum.

Eftir að við höfðum fengið okkur að borða var ákveðið að kíkja á Zorb sem var þarna áður en við myndum halda heim á leið. Zorb er plast kúla með minni kúlu innan í. Slatta af volgu vatni er hent inn í kúluna og síðan þér. Kúlunni er síðan rúllað niður brekku á meðan þú þeytist um og hlærð eins og vitleysingu. Þetta var ótrúlega gaman og ég mun örugglea endurtaka þetta áður en ég fer heim.

Þegar við komum til Auckland hentum við dótinu okkar inn í TRC og skruppum síðan í mega Bónus. En þar voru hillur hátt í 10 háar og inn í stórri vöruskemmu. Verslaði fyrir matin á morgun og fórum síðan heim. Lentum reyndar í rosa veseni þegar nokkrir af strákunum keyptu sér áfengi. Hérna eru nefnilega mjög ströng lög hvað varðar sölu á áfengi í matvöruverslunum og því taka þeir engin skilríki gild nema Ný Sjálensk eða passa og auðvitað var engin með passan sinn nema einn okkar sem reddaði síðan málum.

Þegar heim var komið henti ég dótinu frá mér og gat varla gert neitt nema kíkja á helstu fréttir, skrifa þennan pistil og tala við mömmu og pabba á skypeinu.

3.8.06

Skólaklúður

Stundum get ég ekki annað en lýst sjálfum mér sem klúðrara. Ég er skráður í námskeið sem er kennt í tveimur lotum þ.e. 3 daga í röð eru fyrirlestrar frá 8:30-16:00. Þetta er gert svo fólk alls staðar að geti mætt á staðinn og setið námskeiðið. Námskeiðið heitir "Infrastructure Asset Management" og verður að segjast að það virðist vera mjög áhugavert fyrir mig og mína vinnu. (Námskeiðið fjallar um hvernig þú stýrir eignum sem þarfnast viðhalds og endurnýjunnar eins og: dreifikerfi fyrir rafmagn, vatn og hitaveitu; vegakerfi; útivistarsvæði og annað eins.)

Þegar ég kom hérna fyrst var ekkert til um námskeiðið, hvenær það yrði kennt eða hvar. Einhvern vegin beit ég það í mig að það yrði ekki kennt fyrr en rétt fyrir vetrarfríið sem er núna í lok ágúst. Heyrði það utan af mér þegar ég var í öðrum tíma. Auðvitað var ég heldur ekkert að spyrjast fyrir um þetta því að í tölvukerfinu kemur bara fram TBA (to be added) fyrir aftan námskeiðið svo ég gerði bara ráð fyrir að þetta myndi koma fram þar þegar fram liður stundir.

Málið er það að í Háskólanum eru tvö netkerfi í gangi, NDeva og Cecil. NDeva er fyrir allar upplýsingar um þig og skráningu í kúrsa en Cecil er eins og Uglu kerfið heim (fyrir þá sem ekki vita er þar setta inn allskona upplýsingar um kúrsana og tilkynningar frá kennurum). Auðvitað ljáðist að segja mér frá Cecil kerfinu (eða þá að ég hafi hreinlega ekki tekið eftir því) og því fékk ég ekki tilkynningu um hvenær þessi kúrs byrjaði.

En í gær var ég á tali við annan strák og hann fór að segja hve hann væri þreyttur eftir alla þessu setu í fyrirlestrunum sínum og nefnir síðan að hann sé í Infrastructure Asset Management. Auðvitað bregður mér við þegar ég fatta að mér tókst að missa af 2 af 3 dögum af kennslu af fyrri part námskeiðsins. Og á þessu byggist nærri öll verkefnavinnan sem við gerum og eigum að skila af okkur þegar seinni hlutinn byrjar um miðjan september. Ég mætti í dag og er frekar áhugasamur um þetta en lendi bara í því að þurfa að lesa mér sjálfur til og vona bara að ég nái því sem ég þarf að ná.

Annars er bara allt annað gott. Var boðið að slást í för með nokkrum nemendum til Lake Taupo um helgina. Planið er að leigja bíl og leggja af stað á föstudagseftirmiðdag eða snemma á laugardaginn. Ég veit eiginlega annsi lítið um þetta allt saman þ.e. hvað þetta er og hvað er hægt að gera þarna. En ætla samt að skella mér. Bæði að kynnast fleira fólki sem og að gera eitthvað annað heldur en að labba um Auckland. Þetta þýðir reyndar að ég þarf að kaupa mér gönguskó á morgun en það ætti ekki að vera vandamál. Lofa alla vega fullt af myndum og ferðasögu á mánudag/þriðjudag.

Eftir að hafa eldað frekar seint í gærkvöldi endaði ég á The Strand (bar með snarklikkaðum eiganda (alla vega það sem mér er sagt) og er tekur aðeins 2-3 mínútur að labba þangað frá Railway) með Nacho og nokkrum vinum hans. Hittum reyndar fullt af fólki af campusnum þegar við komum þar og meðan við voum þar. Hörku stemmning í gangi því húsbandið var að spila og gerðu það bara vel. Reyndar má kvarta undan hávaða því maður átti erfitt með að tala við fólk og ég var með hellur fyrir eyrunum í langan tíma eftir að ég kom heim. Auðvitað gekk mér illa að sofna og augun lokuðust ekki fyrr en að verða fjögur og því var ég annsi þreyttur í fyrirlestrunum í dag. Fyrir þá sem vilja vita er Red Bull svar við allri þreytu....