31.5.07

Boy I'm so great....

Í fyrsta lagi var "Söguritgerðargate" ekkert fyndið á meðan á því stóð. Eina sem gat huggað mig var sú staðreynd að þessi kúrs hefur ekkert að segja þegar á hólminn er komin. Hann er ekki metinn inn í ferilinn minn og því fæ ég ekki einu sinni námslán út á hann. En í dag breyttist allt saman. Í dag fékk ég þessa frægu söguritgerð til baka. Ég get alveg viðurkennt núna að ég var frekar fýldur og hlakkaði ekki til þegar kennarinn sagðist vera með verkefnið. En þegar minn maður lítur aftast og sér að ég hafi fengið 80/100 stig eða A- var ekki lengi að lyftast brúnin. Og þegar félagar mínir, sem fengu annars vega C og hinn B-, sáu þetta var þeim ekki skemmt. En ég er búin að vera dansandi af kæti og hlæja öðru hvoru. Ég fór reyndar og tók í höndina á sögukennaranum og þakkaði honum fyrir gott námskeið.

Núna á ég bara eftir 3 verkefni að klára áður en ég get byrjað á fullu að lesa undir prófin. Það fyrsta verður í Highway Safety and Operation laugardaginn 9. júní. Síðan verða þau á 5 daga fresti þangað til 25. júní sem er síðasta próf. Svo þetta er allt að klárast og þeir sem hafa ekki tekið eftir því að ég er farin að hlakka til kunna ekki að lesa á milli línanna.

29.5.07

Heimanám og tölvuklúður

Búin að vera að gera næstum því eitt verkefni á dag síðan á fimmtudaginn og þar áður var ég nýbúin að klára 2 ritgerðir sem voru hvor um sig um 1.500 orð. Svo það er ekki hægt að segja annað en ég hafi haft í nógu að snúast. Reyndar hef ég einnig haft tíma fyrir sjálfan mig en ekki aðra. Reyndar er staðan bara núna að allir í kringum mann eru í óða önn að klára síðustu verkefnin og svo ef ég er ekki að gera verkefni þá er næsti maður upptekinn. Ég ætla reyndar að fara með Jono félaga mínum í teygjustökk á föstudaginn. En það er afmælisgjöfin hans frá vinum hans og enginn nennir að fara með honum. Svo auðvitað er snúið sér að mér, en ég get ekki sagt að ég gráti það.

Reyndar var helgin hjá mér ekki bara dans á rósum frá upphafi til enda. Því er ég sat í rakarastólnum á laugardaginn þá fór ég að hugsa um söguritgerðina sem ég skilaði inn vikunni áður. Ég hafði fengið Evu til að lesa yfir áður en ég skilaði svo væri nú ekki frá sögu færandi. Nema að Eva á ekki Word svo þegar ég fékk leiðrétta verkefnið til baka þá var öll uppsetningin mín ónýt. Svo ég nýtti hið magnaða tæki copy/paste. Og það sem ég fattaði viku seinna þegar ég var í klippingu er það með copy/paste eyðilagði ég allar neðanmálsgreinarnar sem voru í ritgerðin, að meðaltali 6 á hverri blaðsíðu. Svo ég var snöggur að senda bréf á kennaran og spyrja hvort ég gæti skilað inn upphaflega eintakinu (sem kom reyndar í ljós að ég á ekki lengur). En þar sem hún er búin að lesa yfir og gefa einkunn var það ekki hægt, en hún sá strax að þetta voru heiðarleg mistök svo hún ætlar að hækka einkunina mína eitthvað.

Annars er ég búin að liggja á haus síðustu tvo daga að gera fyrirlestur um Kárahnjúka sem ég á að flytja á morgun. Aðal vandamálið þar er ekki að skrifa heldur að takmarka lengdina. Ég er búin að komast að því að ég veit of mikið um þennan stað og hef af of miklu að sega. Held reyndar að þetta verði bara mjög fínt á alla vega ekki von á öðru.

23.5.07

Ég er ennþá hér en stutt er eftir

Ég veit að ég hef ekki verið duglegur að blogga þennan síðasta mánuð en ástæðan er einföld. Lítill tími til að gera mikið meira en hanga heima sem gerir það að verkum að lítið er að segja frá. Hef verið á fullu að vinna í ýmsum verkefnum tengdum skólanum því nú er ekki nema 2 vikur í próf. Prófin standa yfir í 3 vikur og eftir það er rétt um vika þangað til ég kem heim.

Svo það er óhætt að segja að undirritaður sé farin að hlakka dáldið til að komast heim. Það eru hin ýmis smáatriði farin að fara annsi mikið í taugarnar á mér. Til dæmis vita Ný Sjálendingar ekki hvað háhraða internettengin er. Hvað þá að selja þér stöðugua háhraða internettengingu. Ég og Jörn eru alveg að fara yfir um þegar við erum í miðjum samtölum eða downloads (á skýrslum tengdum skólanum) þegar við þurfum að tengjast kerfinu aftur. Annað dæmi er hve gangandi vegfarendur eru eins og villibráð í augum bílstjóra hér í Auckland. Það er bara eitthvað svo furðulegt að sjá bílstjóra auka hraðan þegar þeir sjá fólk ganga yfir götuna og þá er ég til dæmis að tala um afrein/aðrein þar sem evrópskir bílstjórar stoppa yfirleitt.

Reyndar á ég ennþá eftir eitt ævintýri áður en ég kem heim en það verður að klöngrast um Waitomo hellinn sem staðsettur er um 3 tíma suður af Auckland. Stefnan er að um 25. júní, þegar prófunum er lokið hjá mér, að keyra niður til Rotorua. Það yrði þá í þriðja skiptið sem ég kem þar en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína. Eftir að hafa skoðað okkur um þar ætlum við að keyra yfir til Waitomo og fara í nokkra tíma hellbrölt. Svo endilega hafið augun opin nokkrum dögum áður en ég kem heim fyrir nýrri sögu af uppátækjum mínum hérna suður frá.