29.5.07

Heimanám og tölvuklúður

Búin að vera að gera næstum því eitt verkefni á dag síðan á fimmtudaginn og þar áður var ég nýbúin að klára 2 ritgerðir sem voru hvor um sig um 1.500 orð. Svo það er ekki hægt að segja annað en ég hafi haft í nógu að snúast. Reyndar hef ég einnig haft tíma fyrir sjálfan mig en ekki aðra. Reyndar er staðan bara núna að allir í kringum mann eru í óða önn að klára síðustu verkefnin og svo ef ég er ekki að gera verkefni þá er næsti maður upptekinn. Ég ætla reyndar að fara með Jono félaga mínum í teygjustökk á föstudaginn. En það er afmælisgjöfin hans frá vinum hans og enginn nennir að fara með honum. Svo auðvitað er snúið sér að mér, en ég get ekki sagt að ég gráti það.

Reyndar var helgin hjá mér ekki bara dans á rósum frá upphafi til enda. Því er ég sat í rakarastólnum á laugardaginn þá fór ég að hugsa um söguritgerðina sem ég skilaði inn vikunni áður. Ég hafði fengið Evu til að lesa yfir áður en ég skilaði svo væri nú ekki frá sögu færandi. Nema að Eva á ekki Word svo þegar ég fékk leiðrétta verkefnið til baka þá var öll uppsetningin mín ónýt. Svo ég nýtti hið magnaða tæki copy/paste. Og það sem ég fattaði viku seinna þegar ég var í klippingu er það með copy/paste eyðilagði ég allar neðanmálsgreinarnar sem voru í ritgerðin, að meðaltali 6 á hverri blaðsíðu. Svo ég var snöggur að senda bréf á kennaran og spyrja hvort ég gæti skilað inn upphaflega eintakinu (sem kom reyndar í ljós að ég á ekki lengur). En þar sem hún er búin að lesa yfir og gefa einkunn var það ekki hægt, en hún sá strax að þetta voru heiðarleg mistök svo hún ætlar að hækka einkunina mína eitthvað.

Annars er ég búin að liggja á haus síðustu tvo daga að gera fyrirlestur um Kárahnjúka sem ég á að flytja á morgun. Aðal vandamálið þar er ekki að skrifa heldur að takmarka lengdina. Ég er búin að komast að því að ég veit of mikið um þennan stað og hef af of miklu að sega. Held reyndar að þetta verði bara mjög fínt á alla vega ekki von á öðru.

1 Comments:

At 9:03 f.h., Blogger Ella said...

Sagan um söguritgerðina er nú bara snilld! Snilld snilld snilld!

Gúd lökk með Kárahnjúkafyrirlesturinn, þú rúllar þessu upp!

Og góða skemmtun í teygjustökki... ertu farinn að brjóta þá reglu að segja mömmu ekki frá fyrr en eftirá?

 

Skrifa ummæli

<< Home