23.5.07

Ég er ennþá hér en stutt er eftir

Ég veit að ég hef ekki verið duglegur að blogga þennan síðasta mánuð en ástæðan er einföld. Lítill tími til að gera mikið meira en hanga heima sem gerir það að verkum að lítið er að segja frá. Hef verið á fullu að vinna í ýmsum verkefnum tengdum skólanum því nú er ekki nema 2 vikur í próf. Prófin standa yfir í 3 vikur og eftir það er rétt um vika þangað til ég kem heim.

Svo það er óhætt að segja að undirritaður sé farin að hlakka dáldið til að komast heim. Það eru hin ýmis smáatriði farin að fara annsi mikið í taugarnar á mér. Til dæmis vita Ný Sjálendingar ekki hvað háhraða internettengin er. Hvað þá að selja þér stöðugua háhraða internettengingu. Ég og Jörn eru alveg að fara yfir um þegar við erum í miðjum samtölum eða downloads (á skýrslum tengdum skólanum) þegar við þurfum að tengjast kerfinu aftur. Annað dæmi er hve gangandi vegfarendur eru eins og villibráð í augum bílstjóra hér í Auckland. Það er bara eitthvað svo furðulegt að sjá bílstjóra auka hraðan þegar þeir sjá fólk ganga yfir götuna og þá er ég til dæmis að tala um afrein/aðrein þar sem evrópskir bílstjórar stoppa yfirleitt.

Reyndar á ég ennþá eftir eitt ævintýri áður en ég kem heim en það verður að klöngrast um Waitomo hellinn sem staðsettur er um 3 tíma suður af Auckland. Stefnan er að um 25. júní, þegar prófunum er lokið hjá mér, að keyra niður til Rotorua. Það yrði þá í þriðja skiptið sem ég kem þar en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína. Eftir að hafa skoðað okkur um þar ætlum við að keyra yfir til Waitomo og fara í nokkra tíma hellbrölt. Svo endilega hafið augun opin nokkrum dögum áður en ég kem heim fyrir nýrri sögu af uppátækjum mínum hérna suður frá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home