18.4.07

Fraser Island

Snilld, snilld, og ekkert nema ad snilld ad kikja a thessa eyju. Segi thad her med ad thetta hafi verid hapunktur ferdarinnar thott vid eigum eftir nokkra daga herna i Straliu. Hittum hopinn sem vid vorum ad fara med a sunnudaginn og snemma a manudagsmorgun var haldid af stad.

Hopurinn saman stod einungis af Evropubuum. 3 Irar, 3 Enskir, 2 Hollenskar asamt mer og Joern. Kynjahlutfallid var nu frekar ojafnt og halladi ansi mikid a karlmenn thvi vid vorum adeins 3. En hopurinn var godur og nadi vel saman thott ad hollensku divurnar leitudu frekar til annara hopa sem hofdu fleiri karlmenn um bord. Mikid var gert grin af theim og serstaklega thegar thaer toku sig til og maekudu sig a strondinni og vidheldu thvi ut allan daginn thott ad sviti og sandur reyndi ad eydileggja fyrir theim.

Eftir ad hafa fengid stutta kynningu a bilnum og buid var ad henda ollu dotinu um bord var lagt af stad. Notast er vid fleka til ad ferja bila yfir og tok thad um 30 min. Strax og komid var yfir var lagt af stad til Lake McKensie. Aedislegur litur a thessu vatni og frabaer umgjord. Vid eyddum godum tima i ad synda og skemmta okkur (jafnvel ad bada sig i solinni) og eftir godan hadegisverd var keyrt nidur a strond og keyrt nordur a boginn naerri thvi eins langt og haegt var adur en tjaldad var.

Annan daginn var keyrt upp ad Indian Head og reynt ad kikja eftir skjaldbokum, hakorlum og hofrungum an mikils arangurs. Eftir ad allir hofdu horft naegju sina var labbad nordur a boginn upp ad The Champagne Pools. Their voru frekar omerkilegir og voru varla gongutursins virdi. Sidan var haldid sudur a boginn og tjaldad vid hlidina a hopi af Nordmonnum.

Thridji og sidasti dagurinn var alveg frabaer og er thad mestu ad thakka otrulega flottu Lake Wappo, eda hvad thad nu heitir. Lobbudum i um halftima adur en madur sa vatnid koma i ljos i geggnum skogarthykknid. Vatnid liggur vid botnin a um 25 m harri sandoldu og er med trjagrodri allt um kring nema ad einni hlid thar sem gylltur sandurinn ris bratt upp. Thetta var alveg magnad og skemmtum vid okkur konunglega vid ad rulla okkkur nidur i vatnid eda bara einfaldlega hlaupa nidur og stinga okkur til sunds.

Um hadegi var haldid aftur ad ferjunni og bilnum skilad a verkstaedid. Erum nuna bara ad slaka a adur en vid forum med restina af hopnum ut ad borda og sidan ad drekka nokkra kalda adur en vid leggjumst i baelid i kvold til ad hvila okkur fyrir rutuferdina til Brisbane i fyrramalid.

2 Comments:

At 2:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hljómar eins og brilliant ferð, hlakka til að sjá myndirnar úr henni. En segðu mér varst þú að drekka nokkra kalda, er ástralía að gera syndasel úr þér hmmmmmmm

 
At 7:29 f.h., Blogger Ella said...

Ójá, Fraser Island er bara snilldin ein!
Hvernig var svo restin af ferðinni????

 

Skrifa ummæli

<< Home