25.6.07

Prófin búin

Kláraði síðasta prófið í gær svo núna er bara eftir að pakka og fara síðan heim. Í heildina litið gekk bara ágætlega þó að sumstaðar hefði mátt gera betur. Prófa fyrirkomulagið er dáldið skrýtið hérna. Í fyrsta lagi þá sestu inn í stofuna 15 mínútum áður en þú mátt byrja að skrifa. Þá þarftu að fylla út persónupplýsingar á lítin snepill sem og á prófbókina sjálfa, það felur einnig í sér að skrifa stúdenta númerið þitt á allar síður bókarinnar. Eftir 5 mínútur máttu byrja að lesa yfir prófið og þá máttu ekki hafa skriffæri á lofti. Þú hefur 10 mínútur til að lesa yfir prófið og þá máttu byrja að skrifa á fullu. Þegar þú ert búin að skrifa nægju þína þarftu að fylla út á forsíðunni hvaða síður þú notaðir og hvaða spurningu þú svaraðir á hverri síðu. Svör sem ekki eru merkt á forsíðunni eru ekki tekin inn í einkunina þína.

Annars er ég Jörn og Jono, strákur sem ég kynntist á Railway á síðustu önn, á leiðinni til Rotorua og Waitomo. Þetta verður þriðja ferðin mín til Rotorua en aðalatriðið fyrir mig er að fara til Waitomo í smá hellaleiðangur. Þetta verður 5 tíma þrekraun sem innifelur í sér 37 m sig niður í hellinn, smá klifur og príl þangað til að maður kemur að neðanjarðar á sem meður stekkur út í og lætur síðan strauminn bera sig nokkra kílómetra þangað til að maður kemur aftur út undir bert loft. Þetta er það sem þeir kalla Black Water Rafting og er ég búin að láta mig hlakka til þessa atburðar síðan í ágúst á síðasta ári. Ég skal reyna að vera duglegur og setja inn nokkrar myndir áður en ég kem heim en annars þurfið þið bara að koma í heimsókn...

1 Comments:

At 7:44 f.h., Blogger Ella said...

Góða skemmtun í þessu ævintýradæmi. Hljómar hrikalega spennandi!!!

En þurfið þið að synda niður ánna, eða eruð þið í björgunarvestum????

Geggjað!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home