17.6.07

Allt að klárast

Jæja, nú er maður komin undir mánaðarmarkið og sést það vel á því hvernig hugsanargangurinn er hjá manni. Það líður varla sú klukkustund að hugurinn sé komin hálfur heim á leið eða að hugsa um hvað ég eigi eftir að gera fyrir heimferðina. Auðvitað á ég ennþá eftir 2 próf en ég þarf líka að senda pakka, ganga frá íbúðinni, finna mér dvalarstað í nokkra daga (skila íbúðinni 1.júli flýg heim 5.júlí), koma mér út á flugvöll fyrir utan allt vesenið sem felst í því að pakka.

Þótt að nóg hafi verið að gera síðustu vikur í lærdómi hefur einnig gefist tími fyrir allskona skemmtun. Um daginn fékk ég hringingu frá Jono vini mínum sem bauð mér á All Black leik gegn Frakklandi. Sú ferð var algjör snilld, sátum niður við völlinn og því höfðum við skemmtilega sýn á þegar All Blacks skoruðu sem var ekki í ófá skipti. (Lokatölur 40-10 ef ég man rétt.) Jörn hafði einnig slegist með í fjör og við höfðum mjög gaman þarna á vellinum. Fengum líka hressingu frá mömmu hans Jörn um miðjan leik.

Um seinustu helgi var síðan eitt alls herjar kveðju partý hjá Jono. Þetta var svona Bring your own BBQ. Við grilluð stóðu grillmeistarar frá Zimbabwe og Suður-Afríku, menn með mikla reynslu af slíku, og var ekki hægt að kvarta undan matarleysi það kvöldið. Skemmtunin var langt fram á kvöld og ég var frekar súr að þurfa að fara heim klukkan eitt því ég þurfti að klára ritgerð fyrir mánudaginn. Þess má geta að Jörn kom ekki heim fyrr en að verða tvö daginn eftir svo mikil var skemmtunin. Endilega kíkja á myndaalbúmið en þar sést eitthvað hve stemmningin var mikil.

Í gær buðum ég og Jörn þremur Þjóðverjum í mat. En Franci og Jan höfðu keyrt okkur út á flugvöll þegar við fórum til Ástralíu svo við vorum að borga þeim greiðan. Jens fékk að slæðast með þar sem þetta var síðasta helgin hans, hann fer á mánudaginn. Maturinn var bara frekar góður hjá okkur, svo ég segi sjálfur frá, og meðal annars tókst undirritðum að snara fram mjög góðri sósu þótt að engin hefði haft trú á mér fyrirfram. Annars var það markverðasta sem gerðist að eldfasta mótið mitt sprakk inn í ofninum þegar við vorum að halda hita á steikunum á meðan ég gerði sósuna. Þetta var stórfurðulegt, allt í einu heyrðist þessi hvellur og þegar við litum inn í ofnin lágu steikurnar ofan á mölbrotinni skálinni. (Benndi á myndir enn og aftur.)

Dagurinn í dag hefur bara verið annsi rólegur, mestu farið í að leika mér og taka til en einnig hef ég eitthvað verið að kíkja í bækur fyrir prófið á þriðjudaginn. Ég er ekkert svo stressaður fyrir það en mér hefur gengið hvað best í þessu fagi á önninni. Reyndar er ég búin að vefja kennaranum um fingur mér en ég held reyndar að það hjálpi mér lítið þegar á hólmin er komið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home