31.5.07

Boy I'm so great....

Í fyrsta lagi var "Söguritgerðargate" ekkert fyndið á meðan á því stóð. Eina sem gat huggað mig var sú staðreynd að þessi kúrs hefur ekkert að segja þegar á hólminn er komin. Hann er ekki metinn inn í ferilinn minn og því fæ ég ekki einu sinni námslán út á hann. En í dag breyttist allt saman. Í dag fékk ég þessa frægu söguritgerð til baka. Ég get alveg viðurkennt núna að ég var frekar fýldur og hlakkaði ekki til þegar kennarinn sagðist vera með verkefnið. En þegar minn maður lítur aftast og sér að ég hafi fengið 80/100 stig eða A- var ekki lengi að lyftast brúnin. Og þegar félagar mínir, sem fengu annars vega C og hinn B-, sáu þetta var þeim ekki skemmt. En ég er búin að vera dansandi af kæti og hlæja öðru hvoru. Ég fór reyndar og tók í höndina á sögukennaranum og þakkaði honum fyrir gott námskeið.

Núna á ég bara eftir 3 verkefni að klára áður en ég get byrjað á fullu að lesa undir prófin. Það fyrsta verður í Highway Safety and Operation laugardaginn 9. júní. Síðan verða þau á 5 daga fresti þangað til 25. júní sem er síðasta próf. Svo þetta er allt að klárast og þeir sem hafa ekki tekið eftir því að ég er farin að hlakka til kunna ekki að lesa á milli línanna.

2 Comments:

At 8:43 f.h., Blogger Ella said...

Til lukku með söguritgerðina!!!

 
At 9:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll vinur
Þetta er nú bara tær snilld hjá þér með söguritgerðina, vonandi verður áframhaldið eins gott hjá þér, ég er næsta viss um það. Hvernig gekk með Kárahnjúkafyrirlesturinn?? tölvan okkar heima er í sjúkrameðferð hjá Gulla þannig að við höfum ekkert komist á skypið, mamma þín orðinn soldið trekkt að heyra ekki í þér.
Gangi þér vel áfram kallinn minn, okkur er farið að hlakka mikið til að sjá þig.
kv
pabbi

 

Skrifa ummæli

<< Home