8.12.05

Skóli, aftur skóli, ennþá meiri skóli og síðan jól

Nú er loksins farið að sjást fyrir endann á þessari önn þótt að erfiðasti hjallinn er ennþá eftir. Búið að vera mikið að gera í þessum blessaða skóla og ég væri alveg til í að hafa svo eina viku viðbót áður en jólin koma til að klára þetta allt. Get þó að einhverju leiti kennt sjálfum mér um þetta þar sem ég hef stundum verið annsi latur og látið verkefnavinnuna sitja á hakanum. Geri samt ráð fyrir því að klára síðasta verkefnið ekki síðar en 18.des þann sama dag mun ég arka með það til kennarans og láta fylgja með nokkra Brynjólfa í bréfi til að sjá til þess að hann taki við verkefninu.

Eins og sönnum fíkli "sæmir" (notað hér í neikvæðri merkingu) hef ég þó alltaf tíma til að skella mér smá í WoW, hvort sem er að drepa stórhættulega vondukalla eða safna skinni fyrir sirkusinn. Hitti nokkra Íslendinga um daginn og buðu þeir mér í guildið sitt. Þá hófust skemmtilegir tímar því þegar maður er komin í svona félagsskap þá er mjög létt að koma sér í hóp til að drepa sterka vondukalla.

Eftir viku í þessum hóp var ákveðið að sameina hann öðru guildi. Það gekk ágætlega fyrstu dagana þó að síðar kom í ljós að yfirmaðurinn þar var ekki með öllu mjalla. Hann var svo niðursokkinn í leikinn að hann hótaði hverjum sem tæki skóla, vinnu eða fjölskyldu fram yfir leikinn "kicki" úr "Hardcore Guildinu" sínu. Þar sem við Íslendingarnir eru nú frekar ligeglad og allir í námi, vinnu eða með fjölskyldu hættu við snögglega í þessum stórhættulega félagsskap og ætlum núna bara að taka því rólega þangað til jólin koma en þá verður tekin góður skurkur í þessu.

Að síðustu velti ég því fyrir mér afhverju ég er að skrifa þetta hérna því það virðist ekki vera mikil lesning af þessu bloggi mínu eins og er. Kannski að þetta sé svo ómerkilegt miðað við Bruxellesbloggið að enginn nenni að kíkja á þetta. Ég stefni þá bara á að gera þetta áhugaverðara og flytja við fyrsta tækifæri mun lengra í burtu frá Íslandi en Belgía og slá öllum við.