28.6.07

Waitomo

Er komin til baka frá Rotorua og Waitomo, ætla reyndar ekkert að segja frá Rotorua þar sem ég hef þegar sagt frá því tvisvar. Það sem ég get alla vega sagt að við skemmtum okkur konunglega í Rotarua. Kíktum á hveragarðin sem ég er þegar búin að fara tvisvar í, fyrst í ágúst á síðasta ári og síðan með mömmu og pabba í nóvember. Síðan fórum við í luge-bílana og var mikil keppni á milli okkar að bruna niður brekkurnar, auðvitað vann Íslendingurinn allt en þeir vildu samt meina að ég hefði forskot út af þyngd....

Dagurinn var frekar kaldur og því skelltum við okkur í heita vatns laug sem er í miðri borginni. Strákunum fannst þetta frekar flott en ég kvartaði um að vatnið væri ekki nógu heitt. Þetta var reyndar mjög slakandi og fínt eftir allan kuldan fyrr um daginn. (Tekið skal fram að hitastigið var um 2-5°C allan daginn.) Eftir baðið tjékkuðum við okkur inn á Hostel áður en við röltum um tóman bæinn og fengum okkur einn öl fyrir háttinn.

Undur og stórmerki gerðust þegar ég vaknaði um morgunin það var frost yfir öllu og við þurftum meira að segja að skafa bílinn. Fyrir þá sem ekki trúa þá er til mynd af frostinu á myndasíðunni. Komumst reyndar að því að hellaferðin sem við höfðum pantað að ekki var pláss á þeim tíma og eina lausa plássið var mun fyrr svo við höfðum ekki nema 2 tíma til að koma okkur til Waitomo. Til að gera langa sögu stutta þá náðum við naumlega að koma á réttum tíma með því að sýna íslenska aksturshæfileika í frosti og að keyra alltaf 5 km hraðar en leyfilegt var...

Næsti partur í ferðinni verður að skrifast sem einn af hápunktunum af dvöl minni hér á Nýja Sjálandi. Við vorum sem sagt þrír sem fengum einn guide með okkur. Hann fór stuttlega yfir hvernig eigi að láta sig síga niður klettaveggi og síðan var lagt af stað í 3-4 tíma ferðalag um helli sem er þarna rétt hjá. Algjör snilld, 37 m sig, láta sig renna á fljúgandi ref og síðan látið sig fljóta í blautbúningi niður ánna og horft á glowworms. Á milli flota niður ánna var prílað upp og niður fossa og troðið sér inn á milli steina sem voru þaktir wetas, sem er eitt stærsta skordýr í heimi. (Fyrir þá sem muna eftir Lord of the Rings þá sá Weta um allar tæknibrellurnar en þeir eru einmitt skýrðir eftir þessu skordýri.) Þar sem við vorum aðeins þrír í hópnum vorum við leiddir næstum því um allan hellinn og meira að segja um staði sem túristar eru ekki venjulega leyft að fara í. Vatnið í hellinum var frekar kalt en maður var samt fljótur að venjast því reyndar fann maður hvað það var kalt þegar við komum aftur út undir bert loft.

Eftir magnaða ferð í gegnum hellinn lögðum við aftur af stað til Auckland og núna er maður farin að gera sér enn betur grein fyrir því hve stutt er eftir því nú er ekkert sem stendur á milli mín og heimferðarinnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home