30.12.06

Myndirnar eru komnar

Jæja, loksins gaf ég mér tíma til að setja inn allar myndirnar sem ég taldi að þið hefðuð gaman að því að kíkja á. Þetta eru auðvitað ekki allar myndirnar sem ég tók en þið getið alveg séð svona hvað fyrir augun mín bar á ferðalaginu.

Annars hafa síðustu dagar verið frekar letilegir, sem er eiginlega það eins sem minnir mann á að það séu jól. Fórum reyndar í eitt jólaboð sem var annsi gott en annars elduðum við bara góðan mat á aðfangadag og tókum því síðan rólega.

Síðustu daga höfum við síðan líka notað til að leita okkur að húsnæði, þar sem að við munum ekki fá inngöngu á Railway næstu önn. Erum rétt byrjaðir en höfum alla vega kíkt á eitt hús sem kemur vel til greina. Reyndar er það lengra frá en það gæti verið skemmtilegra að vera þar en á Railway. Sérstaklega að fá almennilegt internet....

21.12.06

Heim í heiðardalinn

Jæja, núna er maður komin aftur heim í siðmenninguna í Auckland. Við höfum reyndar verið að grínast með það, sérstaklega eftir að hafa verið á suðureyjunni, að borgin sé eiginlega borg í Asíu en ekki "Vestrænu" landi. En engu að síður þá ákváðum við að stytta ferð okkar um nokkra daga eftir að mikil rigning ýtti undir hatur okkar að hafa öll fötin okkar í einum poka (sitthvorum fyrir þá sem kunna ekki að lesa). Einnig vorum við held ég algjörlega búnir að tæma allar möguleigar samræðumöguleika. Síðustu dagarnair snerust reyndar algjörlega að hlusta á Jörn lýsa yfir ást sinni á Jen og hve ómögulegur hann yrði næstu önn þegar hún verður ekki hérna.

Eftir að allt adrenalínir var tæmt þá þræddum við suðureyjunna á leið okkar norður til Picton og ferjunnar yfir á norðureyjuna. Kíktum á Mt. Cook á leið okkar til Christchurch, þar sem næstum því eina almennilega sem við sáum var kvikmyndin Borat. Svona fljótt á litið virtist Christchurch ekki vera svo merkilega, kannski vorum við bara byrjaðir að hlakka of mikið til að komast á hina eyjuna að við gleymdum að opna augun.

Mér tókst þó að skreppa stutta ferð til Lyttleton sem er hafnarbærinn fyrir Christchurch. Flest allir sem lesa þetta hafa ekki hugmynd af hverju ég fór þangað, alla vega hló Jörn mikið að mér. Þessi bær var notaður til að taka upp myndina The Frighteners. Eina sem ég þekkti úr þeirri mynd var kirkjugarðurinn og þar sem mér fannst ekki rétt að taka myndir þar voru engar myndir teknar.

Eftir að við komum til Wellington keyrðum við beint til Mt. Egmont á vesturströndinni. Fjallið hefur verið borið saman við Mt. Fuji í Japan og var meðal annars notað sem slíkt í myndinni Last Samurai með Tómasi Krúsa. Fjallið var þakið skýjahulu og eina góða við staðinn var sundlaugin sem við slöppuðum af í um kvöldið.

Daginn eftir var fjallið ennþá hulið og við tókum þá ávkörðun að keyra beint til Rotorua og stytta ferðina um 1 dag. Við keyrðum í gegnum sveitavegi, sem voru algjör snilld. Og meðal annars keyrðum við í gegnum Lýðveldið Whangamomana. En það er pínkulítill bær sem líkaði eitthvað illa þegar þeir voru færðir á milli stjórnunarsvæða að þeir lýstu bara yfir sjálfstæði. Engin var á ferli í bænum svo þetta var lítið annað en húmor að keyra þarna í gegn.

Þegar við komum til Rotorua var hellidemba. Þar sem ég hafði komið þarna tvisvar áður var það upp á Jörn komið hvað við myndum gera. En eftir að hafa lesið veðurspánna dattur allur botn úr plönunum okkar og við keyrðum bara í einni strykklotu heim til Auckland. Er núna að koma mér aftur fyrir og reyna að komast í einhvern gír fyrir jólin. Hef reyndar verið dáldið latur og hef ekki haft orku í að velja út þær myndir sem ég ætla að setja inn á vefinn. Kannski að það gerist á morgun....

p.s Myndband fyrir þá sem vilja sjá mig gera skemmtilegan hlut.

14.12.06

Adrenalinsogur

Jaeja nuna er komid ad thvi ad eg fai ad hraeda mommu adeins. Timinn i Queenstown senn a enda (og buddan toluvert thynnri) og buid ad reyna ad hraeda sjalfan sig eins mikid og haegt var. Tokum thvi reyndar rolega thegar vid komum i baeinn, roltum um i floti med Roland (felagi fra Auckland) og logdumst sidan frekar snemma i baelid. Reyndar spiladi rigningin meiri part i thvi heldur en threyta thvi madur var ordinn gegndrepa bara eftir 10 min labb.

Gaerdagurinn hofst a thvi ad akveda hvada hraedsluadferdir eg myndi beita a sjalfan mig. Fjorar urdu fyrir valinu og adeins ein theirra var adgengileg thann daginn en thad er teygjustokk. Thetta er ekkert venjulegt teygjustokk thvi madur stekkur 134 m thegar teygjan loksins tekur i. Sa sem starfraekir thetta er AJ Hackett og stadurinn heitir Nevis. Reyndar keypti eg myndir sem eg mun seinna setja herna inn en eg kemst ekki a svaedid til ad na i thaer eins og er. Storkostlegt athaefi sem eg gaeti alveg hugsad mer ad endurtaka en reyndar er fyrsta teygjustokkid enntha verst (alla vega i minningunni).

I morgun var okkar fyrsta verk ad koma okkur upp i Shotover Canyon og taka sma salibunu med Shotover Jets. En thad eru hradbatar sem geta keyrt yfir 10 cm djupt vatn. Thetta var nu ekki alveg thad sem madur helt og vorum vid badir frekar vonsviknir med tha ferd.

Naesta mal var nuna bara i 5 minutna fjarlaegd en thad er Shotover Swing. Haesta rola i heimi. Var mjog gaman ad halla ser i stolnum ut yfir hyldypid thangad til madur missti jafnvaegid og kutveltist nidur klettaveggin thangad til ad rolan tok vid og sveifladi manni rolega yfir gilid. Mjog gaman en eg held ad teygjustokkid hafi vinningin hvad vardar adrenalin flaedi

Sidasta athaefi mitt var sidan ad skella mer i Fly-by-wire. Erfitt ad utskyra svo thid verdid bara ad skoda heimasiduna. Thetta var ekki adrenalin flaedandi en mjog gaman engu ad sidur. Serstaklega var madur stoltur thegar stjornendurnir sogdu ad enginn hefdi farid svona hatt eins og eg gerdi i langan tima.

Eftir thennan pistil getid thid sofid rolega i langan tima thvi thad mun lida timi thangad til ad eg geri eitthvad svona aftur. Adallega vegna skorts a taekifaerum til ad gera svona hluti.

11.12.06

Letilif og skosk ahrif

Nu er madur komin til Te Anau aftur eftir storan hring um sudurhluta eyjunnar. Erum bara ad drepa tima thangad til a morgun thegar vid rennum okkur til Queenstown. Thar mun Joern hitta kaerustuna og eg mun loksins hafa taekifaeri a ad eyda pening sem eg a kannski ekki til ad lata adrenalin flaeda um kroppinn.

Vid byrjudum hringinn okkar a thvi ad keyra um sveitir Nordur Otaga og endudum i Ohamura. Thetta var storglaesilegur sveitavegur sem vid keyrdum yfir og landslagid var hreint ut sagt magnad. Vid lok vegarins stoppudum vid og kiktum a "Elephant Rocks" en thad eru einkennilegir steinar i midju graslendinu tharna. Thessir steinar voru medal annars notadir i myndinni Ljonid, nornin og skapurinn.

Eftir nott i Ohamura keyrdum vid nidur til Dunedin. Tha vorum vid einmitt komin a svaedi sem var byggt upp af skotum og matti sja thau ahrif vidsvegar. (Til daemis er Dunedin annad nafn a Edinborg.) Thar kiktum vid medal annars a nyja Bond, sem var bara nokkud godur, og eina kastalan i Nyja Sjalandi.

Naest var keyrt til Invercargill i gegnum "The Catlins" sem voru reyndar ekki eins ahrifamikil og theim var lyst i Lonely Planet. Reyndar erum vid bunir ad komast ad thvi ad Lonely Planet er einskis nyt nema ef thu aetlar ad finna gistingu eda mat. Reyndar rakumst vid a 180 milljon ara steinrunnin skog og gul eygda morgaes sem var ad spoka sig thar rett hja.

Fra Invercargill var haldid til Steward Island, med sma vidkomu i Bluff thar sem vid gistum i heimilislegustu bakpokagistingu sem eg hef kynnst. Minnti um margt a heimagistingu sem vid hofdum i Prag. A Stewart Island var litid haegt ad gera, thvi midur var Kiwi ferdin uppbokud en vid roltum i stadin um Ulva Island sem er gridarstadur fyrir fugla. Rakumst medal annars a Kaka sem eru storir pafagaukar sem lifa adeins a sudurhluta Nyja Sjalands.

Um kvoldid lenntum vid sidan i spurningakeppni stadarins a eina barnum i baenum. Vid stodum okkur bara nokkud vel tho ad fjol margar spurningar snerust um Nyja Sjaland eda Bibliuna. Vid hofdum alla vega mjog gaman af og einnig var stemmningin a stadnum i besta lagi.

Thessi dagur for tho mest i ad eyda tima. Fengum okkur reyndar Picnic a midri hengibru (sem ekki er lengur i notkun) og klongrudumst i gegnum helli. Skemmtum okkur alla vega konunglega. Aetlum sidan ad reyna ad sofa adeins ut a morgun thar sem keyrslan til Queenstown er ekki nema um 2 timar. Vonandi mun athaefi min thar ekki valda neinum hugarangri en eg mun orugglega lata alla vita a eftir ad eg se heil heilsu...
p.s. I Dunedin kiktum vid a brottustu gotu i heimi. Fyrir hvern 1.21 m tha haekkar gatan um 1 m. Thetta thydir hallinn a gotunni er taeplega 20 gradur. Thetta var algjor snilld manni var ekki alveg sama thegar vid keyrdum nidur gotunni.

6.12.06

Ganga, ganga aftur og ganga einu sinni enn

Vorum mjog heppnir med vedrid a joklinum, solin skein i heidi og leidsogumennirnir sogdust ekki hafa sed thetta furdulega gula fyrirbaeri i nokkrar vikur. Thetta var mjog skemmtileg upplifun og rifjadist upp eitt stykki jokultur ur Skaftafelli fordum daga. Eg get tho alveg sagt ad flest allir adrir i hopnum voru mun uppvedradri en eg thar sem flest voru ad sja skridjokul i navigi i fyrsta sinn.
Eftir labbiturinn keyrdum vid i einni strykklotu til Wanaka. Reyndum eftir mesta megni ad keyra yfir nokkra "possum" a leidinni (thetta eru miklar skadraedisskeppnur sem eru ad eydileggja allt herna a Nyja Sjalandi) en an arangurs. I Wanaka skelltum vid okkur upp a 1200 m hatt fjall sem heitir Mount Roy. Mjog skemmtileg ganga tho undirritadar hefdi aldrei komist a toppinn nema ut af thvi ad Joern rak mig upp med hardri hendi.
Eftir Wanka og fjallid Roy var haldir til Te Anau thar sem vid bokudum svefnplass i tveimur kofum sem eru a Kepler gonguleidinni. En thad er 3 daga ganga. Fyrsti dagurinn er 3,5 timar fra 400 m upp i 1200 m yfir sjavarmal. Verd ad segja ad thramma thad med 20 kg a bakinu var annsi erfitt.
Naesti dagur er adeins lettari en mun fallegri. Tha er labbad eftir fjallahryggjum med storglaesilegu utsyni til beggja atta (thid verdid bara ad vera roleg fram i desember thegar myndirnar komast a vefinn). A thessum sloda er einnig haegt ad hlaupa upp a 1500 m hatt fjall sem heitir Luxmore, sem vid audvitad gerdum. Dagurinn endar sidan med labbi beint nidur i sandflugu himnariki i Iris Burn.
Thridji og sidasti dagurinn er sidan bara skitlettur undirlendis labbitur sem a ad taka 8 tima en vid klarudum a 5,5 timum. Komum sidan orthreyttir aftur til Te Anau og fyrsta sem vid gerdum (eftir heita sturtu) var ad finna flottustu steikina i baenum og spordrenna einni slikri.
I morgun var sidan haldid til Milford Sound sem er mjog glaesilegur fjordur sem haegt er ad sigla um. Vorum mjog heppnir med vedur, sol og blida a stad sem rignir 2 daga af thremur. Thott ad thetta se storglaesilegt i alla stadi er ekki haegt ad neita ad mig langadi eiginlega bara ad sja almennilegan islenskan fjord.
Vid endudum sidan daginn i Queenstown thar sem vid erum ad skila af okkur Daniele en hann er a leidinni heim til Italiu. Eg og Joern munum halda afram ferd okkar um sudurhlutan adur en vid komum aftur hingad i naestu viku thar sem eg mun labba a milli adrenalin flaedandi daegradvala.