23.11.05

Vegna gífurlegrar áskorunar frá þeim mörgu (cough cough) aðilum sem lesa bloggið mitt af staðaldri þá kemur hérna svar við klukkuninni frá Hrafnkatli.

Á hvað hlusta ég:

1. Þegar þú ert að ryksuga:

Eftir að ég keypti mér þráðlausu headphonana mína er ég ætið með eitthvað í eyrunum þegar ég ryksuga. Þar sem mér finnst mjög leiðinlegt að ryksuga þá hlusta ég yfirleitt á tregablandna eða kraftmikla tónlist eins og Rammstein, Amorphis eða Apocalyptica. (Mæli sérstaklega með diskinum þar sem þeir spila Metallica covers, á fjögur selló.)

2. Á sunnudagskvöldum:
Nick Cave er alltaf sterkur á sunnudagskvöldum og ég læði oft Calexico þar inn á milli.

3. Þegar þú ert ein(n) heima:
Laumast oft til að hlusta á ónefnanlega flytjendur svo enginn komist að því hve lágt ég get lagst í tónlist. "Tónlistarmenn" eins og Weird Al, B****** S***** og annar tengdur saur.

4. Þegar útvarpið er óþolandi:
Þar sem ég hlusta bara á útvarp þegar ég keyri, og bara út af því að MP3 spilarinn gaf upp öndina fyrir nokkru get ég því miður ekki losnað undan lélegu útvarpi nema að biðja til æðri máttarvalda að það sé eitthvað betra á næstu stöð.

5. Þegar sjónvarpið sýnir þátt um hagfræði Belgíu:
Þá byrja ég að velta því fyrir mér afhverju í fjand**** RUV er að kaupa svona lélegt efni áður en ég smelli lögum eftir snillinga á borð við Johnny Cash, Franz Ferdinand og Weezer.

6. Þegar þú vilt rifja upp gömlu dagana:
Svarta albúmið með Metallica er náttúrulega sígilt nostalgíu inducer, hljómsveitir sem voru vinsælar á þessum tíma gefa náttúrulega svipaða tilfinningu s.s. Guns n' Roses, Whitesnake og AC/DC að ógleymdu Final Countdown með Europe.

7. Á föstudagskvöldum:
Calexico, þar sem þessir menn eru svo miklir snillingar verð ég að lauma þeim inn hérna líka. Dixieland Jazz er tónlistarstefna sem kemur mér alltaf í stuð á föstudagskvöldum, þar koma við sögu hljómsveitir eins og Squirrel Nut Zippers, Cherry Poppin' Daddies og Ingrid Lucinda and the Flying Neutrinos.

8. Eftir erfiðan vinnudag:
Eftir erfiðan vinnudag koma til greina öll þessi EMO bönd sem ég hlusta á, Bright Eyes, Death Cab for Cutie, Arcade Fire og fleiri. Til að lýsa þessari tónlist er best að vitna í Summer úr The O.C. "It's like one guitar and a whole lot of complaining."

9. Þegar þú þarft að losna undan heimilisverkum:
Ég losna nú undan þeim bara með því að slá þeim á frest þangað til einhver annar fær leið á draslinu og tekur til. Til að draga úr samviskubitinu er þó gott að hlusta á Muse eða jafnvel Nada Surf, sem hafa komið mér glettilega á óvart upp á síðkastið.

10. Þegar þér líður vel:
Það eru nokkur lög sem ég verð að hlusta á þegar mér líður vel:
Nick Cave and the Bad Seeds - Good Good Day
Eels - Hey Man (Now You're Really Living)
Bright Eyes - Bowl of Oranges
Lou Reed - Perfect Day (Veit hvað það er um og mér er alveg sama)
Blur - Parklife
ég skora á hvern sem er að hlusta á þrjú fyrstu lögin án þess að verða ótrúlega bjartsýnir og glaðir (alla vega i 10 min).

Þar sem ég þekki nú ekki marga sem blogga af staðaldri (teljist sem 2) þá klukkast hér með hinn aðilinn.

21.11.05

Hva ég á víst ennþá bloggsíðu....

Ég verð víst að gefa einhverja ástæðu fyrir því afhverju að ekkert hefur sést á þessari mögnuðu bloggsíðu. Við skulum bara segja að ekkert merkilegt hafi komið fyrir síðustu 3 mánuði og láta þar við sitja. Einnig væri hægt að gera könnun og spyrja fólk hvort það hefði einhvern áhuga á því að heyra um vandræði sem ég lenti í við að leysa síðasta Hafnargerðardæmi, eða þegar Straumfræðin var alveg að fara með mig.

Ég hef reynt eftir öllu mætti að reyna að tala við einhvern hérna á heimilinu þegar ég þarf aðeins að minnka þrýstingin í lærdómsstöðvunum, en á mig stara yfirleitt tóm andlit eftir á. Viðkomandi hristist síðan eilítið til og heldur síðan áfram eins og engin hafði sagt neitt. Ég er með þessu búin að komast að því afhverju fólk, sem á ekki fjölskyldumeðlim í líku starfi leitast við því að eignast vini sem eru það. (Stundum held ég að ég ætti að hætta þessari verkfræði og skella mér bara í félagsfræðina, er alla vega með nóg af hugmyndum um rannsóknarverkefni.)

Núna er að hefjast tímabil sem allir, núverandi sem fyrrverandi, nemendur í HÍ þekkja. Kennararnir keppast við að leggja fyrir síðustu verkefnin og troða inn í hausinn á manni allra síðasta kennsluefninu. Akkúrat í dag liggja á mér 8 verkefni sem ég þarf helst að vera búin með fyrir 1.des. (Reyndar eru sum verkefnin sem ég get skilað þegar lengra er liðið á jólamánuðin.) Í þessum skrifuðum orðum er ég að leggja lokahöndina á 1 verkefni og á morgun klárast annað svo þetta er allt að koma. Og Ella ég skal alveg gera svo sem eitt risk og cost management verkefni ef þú hannar fyrir mig svo sem eitt stálþil. Til vara bið ég þig að hanna ferjuhöfn í Bakkafjöru.

Að meiri hagnýtum vina upplýsingum þá skal viðurkennt að síðustu mánuðir eru búnir að vera frekar einmannalegir hérna á klakanum. Sverrir, Bjössi og Mummi fluttu allir til Danaveldis í Ágúst og Haukur hefur verið rosalega upptekin þessa síðustu mánuði þannig að það er bara ég og Siggi sem erum hérna á klakanum. Höfum reyndar dottið inn í nokkra sjónvarpsþætti sem við höfum verið að horfa á svo ég kvarta ekkert. Ég hef líka verið að reyna draga hann niður í WoW-svaðið (World of Warcraft) en með takmörkuðum árangri. Hann er alla vega ekki komin á nógu hátt (lágt) þrep fyrir minn smekk.

Einn af þáttunum sem við höfum verið að horfa á er Rome. Þáttur framleiddur af HBO og BBC og fjallar um þegar Sesar er að komast til valda í Rómaveldi. Þetta er mjög áhugaverður þáttur og ég ráðlegg öllum að kíkja á hann þegar hann kemst á skjá nálægt þér. Miðað við þá vitneskju sem ég hef um þennan tíma virðist þátturinn vera sögulega nákvæmur og leikurinn er eins og hann gerist bestur. Síðasta þáttur hafði síðan eitt skylmingarþræla-atriði sem lét Russel Crowe, í Gladiator, líta út eins og vælukjóa.

Þetta ætti að duga í bili, eða alveg þangað til á eftir þegar ég svara áskorununni sem mér berst frá Belgíu.