30.6.07

Fluttur....á hótel

Jæja, núna er síðasta nóttin af staðinn í íbúðinni okkar og maður er að leggja lokahöndina á að pakka í töskurnar og henda út drasli sem næstu leigjendur hafa örugglega engan áhuga á að eiga. Hlutir eins og hálf klárað smjör eða hálf tómir hveitipokar eru dæmi um þá hluti, ég hef algjörlega staðið á því að henda öllum restum þó að níski Þjóðverjinn vill láta það eftir nýju leigjendunum að velja út það sem þeir vilja eiga. Einhvern vegin finnst mér það vera svo algjörlega óviðeigandi að það hálfa væri nóg, einhvern vegin er ég ekki til í að koma sjálfur inn í íbúð og allir eldhússkápar séu hálf-fullir af mat. Ég hef þó látið eftir að skilja eftir óopna pasta poka eða niðursuðudollur bara svona til að friða hann.

Reyndar hef ég verið að hugsa honum þegjandi þörfina í nótt (og reyndar um síðustu helgi líka). Það er best að segja þetta þannig að stelpan sem hann dró með sér heim í gær er ekki hljóðlát þegar að kemur að lárétta mambóinu. Mér er nákvæmlega sama hve mikið þau sofa svo lengi sem ég fái alla vega meiri svefn heldur en 3 tíma um nóttina. Eina ráðið við þessum skrækjum er að kveikja á tölvunni setja Madness á og hækka í botn. Versta er að ég held að ég sé búin að minnka heyrnina hjá mér um 25% bara þessar tvær nætur.

Reyndar get ég ekki komist inn á hótelið strax svo ég fer með Sam, kunningi okkar frá Railway, að keyra Jörn út á flugvöll. En sem betur fer hef ég ekkert betra að gera en að sofa eftir að hafa sparkað nískupúkanum út úr landi en að leggjast í bæli og fá aðeins meiri svefn. Eftir það hefst bara niðurtalningin til fimmtudags þegar undirritaður leggur af stað í hinu löngu heimferð á klakann.

4 Comments:

At 9:37 f.h., Blogger Ella said...

Finn til með þér vegna skorts á svefni... kannast VEEEEEL við það, en reyndar af allt öðrum ástæðum en háværum nágrönnum!

Njóttu þess að sofa á hótelinu... og horfðu á björtu hliðarnar, nú ertu alveg laus við níska meðleigjandann, FOR GOOD!!!!

Hvað er þetta með okkur systkinin, að flytja hinum megin á hnöttinn til þess eins að búa með eintómum nískupúkum???? Efni í sálfræðirannsókn....

 
At 9:48 f.h., Blogger Vallvarður said...

Verð samt að viðurkenna að þótt að meðleigjandi minn hafi verið dáldil nánös þá held ég á heildina litið hafi ég verið annsi heppinn.

 
At 3:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

það er nú fjandi hart að fá ekki svefnfrið fyrir láréttu mabói en eins og Ella segir njóttu þess að sofa vel á hótelinu þar til þú leggur í hann og líka að vera laus við nískunös því svoleiðis eiginleika hefur þú ekki í þínu fari.
Okkur er farið að hlakka mikið til að sjá þig heima kallinn minn og vonandi helst þetta dýrðarveður sem búið er að herja á okkur hér í höfuðborginni.
Bestu kveðjur til þín vinur og vonandi verður ferðin heim ánæjuleg og þægileg.
sjáumst von bráðar

 
At 1:47 e.h., Blogger Ella said...

Mér finnst að þú eigir að bæta við nýrri færslu...

 

Skrifa ummæli

<< Home