30.11.04

Internet, oh sweet internet

Pantaði ADSL, í stað ógeðsins sem heitir breiðband, í hádeginu í gær. Mér var sagt að þetta gæti tekið nokkra daga sérstaklega í ljósi þess að fyrst þurfti að breyta línunni í "analog". Því var undrun mín og ánægja töluverð þegar ég kom heim áðan og allt internet komið í lag. Núna sit ég bara og nýt þess að netið sé komið aftur og bölva þess í hljóði að þurfa að fara að vinna klukkan 11 í kvöld.

Vinna, vinna, vinna

Fínt að komast aftur í vinnuna eftir síðbúna sumarfríið. Þá loksins hefur maður eitthvað annað að gera en að hanga allan daginn og þykjast vera að gera eitthvað uppbyggilegt. Reyndar er eiginlega ekkert að gera hjá mér í vinnunni, en hey ég fæ borgað fyrir að mæta á staðinn. Ætti þó að fara að skýrast hvað ég verð að gera en í augnablikinu er það að klára skilagrein á verki sem kláraðist rétt eftir að ég fór á Kárahnjúka og að stökkva í allar tilfallandi mælingar. Er þó að komast að því að það er ekkert sniðugt að trassa að skrifa niður tímana sína jafn óðum því hvernig á ég að muna hvað ég var að gera í upphafi mánaðarins...