30.11.06

Islenskt sumarleyfi

Sidustu dagar eru bunir ad vera mjog godir thott ad vedrid hafi bara verid eins og heima, ef undan eru skilin thad otrulega magn af sandflugan. Vid erum varla med stad a likamanum sem ekki er bitinn thott ad madur se stanslaust ad sulla a sig eiturefnum til ad halda theim i burtu. Eftir ad hafa skodad okkar adeins um a nyrsta hluta sudureyjunnar var keyrt i einni strikklotu til Westport. Tjaldstaedid thar var allt a floti en vid letum thad ekki a okkur fa.

Tokum reyndar tha akvordun ad lata gera vid bilinn thvi havadinn i honum var ordin daldid mikill. A leidinni nidur til Graymouth, staersti baerinn a vesturstrondinni, stoppudum vid a Foulwind Cape, selanylendu og Pancake Rocks. Thetta var daldid flott ad sja thetta en eina sem haegt er ad setja ut a er thad magn af grodri sem stanslaust flaekist fyrir utsyninu.

I baenum fengum vid thaer upplysingar ad vidgerdin a bilnum yrdi i dyrari kantinum og vid gaetum ekki fengid gert vid fyrr en i dag (fimmtudag). I stadinn skipulogdum vid bara ad kikja i Arthurs Pass a midvikudaginn. Sa dagur var einn sa blautasti i manna minnum og i stad thess ad komast i 6 tima fjallgongu endudum vid i leiti nidur i kofa.

I morgun komumst vid sidan loksins fra Graymouth og brunudum nidur til Franz Josef og Fox joklanna. Fyrir joklavanan islending var madur ekki eins mikid fyrir ahrifum eins og strakarnir og ekki baetti ur skak ad thad hefur hellirignt i allan dag og thoka legid yfir eins og madur vaeri staddur a Austfjordum. Bokudum okkur reyndar i 8 tima labbitur a jokulinn a morgun en tha spair mun betra vedri, vonandi ad thessir vedurfraedingar hafi loksins rett fyrir ser.

26.11.06

Loksins a sudur eyjunni

Fyrstu frettir eru thaer ad mer tokst a einhvern undraverdan hatt ad na ollum profunum og get eg thvi haett ad hafa ahyggjur af ollu sliku i brad.

Komum til Picton a midvikudaginn og var farid strax i ad reyna ad koma okkur a kayak. Reyndar var eg ekkert aegilega hrifinn af thvi a roa aftur um Queen Charlotte en ekkert annad var til boda thar sem fyrirtaekid i Havelock sem ser um Pelarus er ekki lengur til. Daginn eftir forum vid thvi i tveggja daga ferd um sundid. Vedrid var mun heitara en tho ekki eins gott og thegar eg for med Nacho og co i september. Verd samt ad segja ad likamin hja mer var i mun betra standi heldur en sidast.

Eftir rodraferdina okum vid nidur til Blenheim og gistum thar i littlum cabin thar sem ad tjaldid okkar tholdi ekki allan vindinn sem bles. Var i fyrstu anaegdur med ad geta sofid i alvoru rumi en eftir ad eg lagdist i thad skipti eg um skodun, dynan var svo mjuk ad eg svaf eins og banani alla nottina og var orugglega verri i skrokknum heldur en thegar eg lagdist til svefns.

Daginn eftir var ekid i att til Abel Tasman thjodgardsins med sma vidkomu a vinbugardi thar sem bragdad var a nokkrum vinum. Joern var mjog katur med thad ad hafa thurran mann i bilnum sem hann gat sidan misnotad til ad aka bilnum til Nelson. Um kvoldid komum vid sidan til Matahura thar sem vid bokudum okkur i siglingu adeins nordur i Thjodgardinn.

Eftir ad baturinn skiladi okkur af ser, (reyndar var ferdin mjog ahugaverd thvi vid vorum med malgladan maora sem sagdi okkur margt um thad sem var ad sja), var haldid af stad i 6 klukkustunda gongu til baka i grenjandi rigningu. Thad stytti reyndar stundum upp og tha gatum vid sed almennilega hvad allt fussid var um.

Thegar vid loksins komum til baka vorum vid orthreyttir og hneiin i mer buin. Okum tha til Takaka og fengum okkur vel utilatinn kvoldmat adur en vid okum til Pahara thar sem vid tjoldudum.

21.11.06

Wellington

Fyrsta mal a dagskra er ad lysa frati minu a teim erkihalvita sem datt i hug ad nota SIM kortid mitt eftir ad hann rakst a tad a fornum vegi einhvern timan i september. Nuna trem manudum seinna og yfir 600.o00 kr i simtol er eg ekki i godu skapi. Er reyndar a engu flaediskeri staddur fjarhagslega en samt kemur tetta illa vid mann. Er buin ad tilkynna tennan tjofnad til logreglunnar her i Nyja Sjalandi og vona sidan einnig ad minir menn i Vodafone syni mer skilning og dragi tetta mest til baka. (Teir verda alla vega ekki minir menn lengi ef teir gera tad ekki.)
Annars lagdi eg af stad i stora ferdalagid mitt nuna a sunnudags eftirmiddaginn og var forinni heitid til Wellington. Hofum eitt nuna einum og halfum degi herna i Wellington og skodad okkur adeins um. Tetta er mjog falleg borg og annsi skemmtileg tar sem hun er byggd i fjallshlidunum i kringum voginn tar sem hofnin er. Herna er storkostlega flottur grasagardur og mjog gamlar toglestir sem koma manni upp a haedina tar sem gardurinn er.
Latid samt engan plata ykkur i safnid herna sem er to ekki mikid merkilegra en safnid i Auckland sem er i minni byggingu. Alla vega vorum vid allir fyrir miklum vonbrigdum med tad. Erum nuna a leidinni ad fa okkur ad borda og aetlum lika ad kikja adeins a einhvern bar og fa okkur nokkra ol. Veit reyndar ekki hvad madur endist lengi tar sem dagurinn er buin ad vera langur og vid turfum ad vakna snemma til ad koma okkur i ferjuna til Picton sem er a sudur eyjunni.

19.11.06

Foreldraferðasaga, Dagur 4 og 5

Ætti auðvitað löngu að vera búin að setja síðasta partinn af ferðasögunni okkar en ill öfl hafa komið í veg fyrir það. Nú er ég reyndar á leiðinni í 5 vikna ferðalagið fræga svo síðasta parturinn verður kannski ekki eins ýtarlegur og hinir fyrri. Reyndar er það allt í lagi því þó að við keyrðum mun meira síðasta partinn var einhvern vegin minna skoðað.

Við hófum daginn á því að kíkja á hverasvæði eitt nálægt Rotarua, sá sami og ég hafði kíkt á í ágúst. Reyndar var mun betra að skoða hann núna þar sem að veðrið var mun betra. Sólin skein reyndar svo skært og rakastigið var í það mesta svo svitinn lak af manni á meðan að við vorum á barmi sólstings. Því fjárfesti ég í forlátum hatti sem verður notaður óspart næstu vikurnar til að skýla skallanum aðeins.

Eftir hveraskoðunina var ekið til Tauranga þar sem við snæddum hádegisverð, held það hafi verið í fyrsta skipti síðan við hófum ferðina að við borðuðum á hádegi en ekki klukkan 2-3. Í Tauranga röltum við aðeins um og skoðuðum rósagarð sem hafði verið komið fyrir niður við höfnina. Gátum líka horft á stríðskanó í gegnum rimla en þar sem engar upplýsingar voru fyrir hendi héldum við bara för okkar áfram.

Leið okkar lá upp á Coromandel skagann og var ætlunin að gista annað hvort í Whitianga eða Coromandel. Þegar líða tók á daginn var ákveðið frekar að keyra aðeins meira þennan dag heldur en að lenda í einhverju stressi síðasta daginn. Á leiðinni stoppuðum við á Hot Water Beach en þar eru aðstæður þannig að á fjöru er hægt að grafa holu í sandinn og búa sér til heitan pott. Við komum á háflóði og allar búllur lokaðar og því stoppuðum við stutt við.

Vegurinn yfir skagann frá Whitianga til Coromandel er einn sá al mesti beygjuvegur sem um getur. Fyrir utan að lenda fyrir aftan flutningabíl sem keyrði löturhægt var meðal hraðinn ekki mikið meiri en 40 km/klst. Beygjurnar voru slíkar að þegar við komum loksins til Coromandel voru bresmurnar fun heitar og við öll orðinn sjóveik. Ekki var nægjanlega gott útsýni nein staðar til að ná þessu á mynd en þið verðið bara að ímynda ykkur hlykkjóttasta veg á Íslandi og tvöfalda magnið á beygjunum og þá hafiði hugmynd um aðstæðurnar.

Coromandel er gamall gullgrafarbær en í lok nítjándu aldar var gullæði á skaganum. Þá má líka segja að útlitið á honum minni mikið á villta vestrið. Hafnaraðstaðan í bænum er líka dáldið skondin. En einungis er siglanlegt inn í hana á flóði og meira segja þannig þá liggja bátarnir á þurru á fjöru.

Daginn eftir var grenjandi rigning og áætlun okkar til að kíkja í lest eina sem rekin er af keramiksala var fljótlega slegin af. í staðinn var ákveðið að keyra beinustu leið til Aucklands og skoða nokkra staði þar. Við vorum þó ekki búin að keyra nema rétt um 2 tíma þegar létti til og sami hitinn á áður kominn.

Ferðin til Auckland tók þó mun styttri tíma en áætlað var. Fyrsta stoppið okkar var í þjóðminjasafni þeirr Ný Sjálendinga og verður að segja að það hafi verið skemmtileg upplifun. Þarna mátti sjá ótrúlega hluti frá öllum Kyrrahafseyjunum og einnig mikið af hlutum frá Maórum. Þar var að finna 25 langan stríðskanó sem tók 100 hermenn með alvæpni. Báturinn var gerður úr einum trjábol og voru við feðgarnir svo hugfangnir að við störðum á hann hátt í 5 mínútur.

Áður en við fórum á Railway var tekin stutt verslunarverð í Parnell þar sem mamma reddaði sér bol og ég keypti mér skó fyrir ferðalagið mikla. Eftir pökkunina hittum við Árna og Sibbu á Oh Kalcutta Indverskum veitingastað í 5 mínútna fjarlægð frá Railway. Maturinn var hörkugóður og ekki skemmdi fyrir að verðið á honum var í minnsta lagi.

Eftir matinn var foreldrunum síðan skilað út á flugvöll og við tók langt og strangt ferðalag fyrir þau. Ég aftur á móti skreið til baka á campusinn og hef legið í leti síðustu daga til að endurhlaða batteríinn fyrir daginn í dag. Nú bíð ég bara eftir því að Jörn mæti á svæðið og við förum að pakka í bílinn og leggja af stað. Ætlunin er að keyra til Taupo og gista þar. Hvað mun taka við mun tíminn leiða í ljós en eina sem við vitum er að við eigum pantað far með ferjunni á miðvikudagsmorgun.

Ég veit reyndar ekki hvað ég mun komast oft á netið en ég mun reyna að setja styttri sögur af ferðalaginu hjá mér þegar ég get. Hvað varðar uppfærslu á myndum megið þið alveg búast við því að engar myndir birtist hér fyrr en að ég kem aftur til baka 22. desember.

17.11.06

Foreldraferðasaga, Dagur 3

Þriðji dagurinn í þessum mikla akstri hófst á morgunverði á littlu ítölsku kaffihúsi rétt við hótelið. Mjög gott kaffi (að sögn mömmu og pabba) og brauðið var alveg vel ætt. Morgunverðurinn gerði þó sitt gagn og við gátum haldið för okkar til Rotarua.

Ekki er nema rétt tæplega 3 tíma akstur þangað og því var ákveðið að kíkja fyrst í lítin garð þar sem eigundurinir selja inn í og nota peningana til að rækta kiwi (fuglinn ekki ávöxtinn). Þarna inni voru til dæmis pollar fullir af silungum og var pabba starsýnt á alla boltana og langaði helst að fara inn í bæinn og kaupa stöng og girni. Við skoðuðum einnig útungunarstöðina þeirra og fengum meira að segja að sjá einn 6 klst gamlan unga. Einnig voru þarna nokkrir á mismunandi þroskastigum. Meðal annars einn sem fannst ekkert skemmtilegra en að hlaupa á veggi eða hoppa upp í loftið.

Eftir garðinn settumst við inn á lítin belgískan bar og fengum okkur hádegismat. Öll pöntuðum við okkur kjúklingasalat með þeim allra besta kjúkling sem ég hef bragðað í langan tíma. Eftir matinn og stutt stopp á hótelinu var farið upp í niðurgrafna þorpið. Þar hittum við Árna og Sibbu og röltum við með þeim í gegnum safnið og bárum saman við Vestmannaeyjar. Fólkið í afgreiðslunni gaf mér meira að segja frítt inn þegar það frétti að ég hefði komið þarna í ágúst.

Við þurftum þó að fara aðeins yfir á hundavaði seinasta partinn af safninu því við áttum pantaðan pláss í matarveislu með Mitai ættinni í Rotorua. Þetta er ein allsherjar grillveisla sem byrjar reyndar á smá sýningu og kynningu á Maóra menningunni. Við vorum sótt á hótelið um sex af allra hressasta manna sem maður hefur kynnst lengi, John. Hann átti eftir að halda upp í fjóri og var bara með eitt alls herjar stand up þarna um kvöldið.

Veislan er haldin á lítilli landspildu sem ættin leigir af ættbálknum. Þar hefur verið komið upp veislutjaldi ásamt aðstöðu til að sýna ýmsar menningararfleiðir. Við inngangin er stríðskanó sem fólk úr ættinni hafði skorið út fyrir myndina The Piano.

Veislan hófst á þvi að valin var leiðtogi yfir ættbálki 19 landa og John dró síðan upp úr öllum hvaðan þeir komu. Um leið og hann fékk út úr fólki hvaðan það kom náði hann yfirleitt að svara með einhverjum frasa þaðan. Ekki tókst honum þói að koma með íslensku því við vorum fyrstu viðskiptavinirnir þaðan. Okkur tókst þó að kenna honum "góða kvöldið" áður en yfir lauk. Síðan var okkur sýnt "hangi" sem er aðferðin sem þeir nota til að grilla kjötið. Þetta er eiginlega bara stór hola sem búið er að koma fyrir hituðum steinum. Ofan á þá er síðan lagt kjötið og kartöflurnar og þessu lokað með einvherslags dúk.

Síðan var leið haldið inn í skóginn og við fengum kynningu á hinum ýmsu siðum í kringum Maórana. Þetta var hin ágætasta skemmtun og pössuðu þeir sig að skjóta alltaf inn húmor í þetta til að halda athygli allra gestanna.

Eftir matinn var aftur farið inn í skóginn og þar fengum við að sjá glóorma. En það eru litlir ormar sem gefa frá sér einvhersslags dauft blátt ljós. Einnig var okkur sýnd kaldavatnsuppspretta þeirra og heilagi állinn sem lifir í henni. Allan tíma var John að segja okkur frá eins og honum var einum lagið.

Þegar öllu þessu var lokið var okkur skilað aftur upp á hótel og við gátum lagst til hvílu stútfull af góðum mat.

16.11.06

Foreldraferðasaga, Dagur 2

Seinni dagurinn um norðurhlutan hófst með stórglæsilegum morgunverði í Rósarúminu. Pabbi hóf reyndar daginn á því að dásama rúmið því að í fyrsta skipti síðan hann fór frá Ellu gat hann sofið heila nótt. Það voru því úthvíldir ferðalangar sem hófu ferðalagið þá um morgunin.

Fyrst var byrjað á því að aka 12 km norð-austur af Kerikeri en þar er lítil eyja sem tengd er landi með láreistum mjög mjóum veg. Eyjan er rekin sem griðarstaður fyrir fugla og er meðal annars nokkrir kiwi sem lifa þarna á eyjunni. Ekki var þó mikið um kiwi þarna sem við sáum (þeir eru næturdýr) heldur mátti sjá ýmsa aðra fugla og líka mjög svo ógreinilegar leifar af Maóra virki.

Eftir stutta stund í skringilegu kiwi eyjunni var haldið aftur inní Kerikeri og nú í leit að belti fyrir pabba sem var orðinn frekar pirraður á því að buxurnar vildu ekki haldast uppum hann. Lítið var um opnar búðir en þegar við loksins fundum belti þá voru það rándýr belti með sylgjum. Afgreiðslumaðurinn var þó frekar almennilegur og gat vísað okkur á Warehouse þarna nálægt þar sem við festum kaup á belti fyrir gamla mannin sem tók þá gleði sína á ný.

Þá var leiðin lögð að næsta vínræktenda sem við myndum rekast á. Áður en við gátum dottið inn á svoleiðis rak móðir mín augun í auglýsingu um makademíu hnetur sem var verið að selja við veginn. (Við höfðum smakkað súkkilaðihjúpaðar svoleiðis hnetur daginn áður og fannst mjög gott.) Um leið og við renndum í hlaðið kom húsfreyjan á bænum út og þegar hún sá hvað við höfðum mikin áhuga á þessu fengum við bara guided tour um býlið og meira að segja sýndi hún okkur alveg hvernig þessar hnetur eru verkaðar. Þetta eru bara bestu hnetur sem ég hef bragðað, og sé ég mjög eftir að hafa ekki keypt meiri birgðir þarna hjá konunni.

Eftir hnetubóndan fundum við litla vínekru þar sem við stoppuðum og pabbi gat bragðað á nokkrum vínum og fengið að spreyta sig í þekkingu sinni á þeim. Pabba leyst svo rosalega vel á bragðið að keyptar voru tvær flöskur af fyrir taks víni (en svo sagði hann). Þessar vínflöskur verða á boðstólum með jólamatnum í Efstasundi 81 svo þið sem drekkið þær verðið endilega að hugsa til mín þegar dreypt er á.

Þetta var síðasta stoppið okkar í Eyjaflóananum því næst var haldið á vesturströndina og stoppað í Opanini, sem er mjög svo lítill bær við Hokianga Harbor. Þessi bær varð fyrir innrár hippa á áttunda áratugnum en það er alla vega safn í bænum sem helgað er henni. Höfðum þó ekki tíma til að skoða það en gátum lesið um höfrungin Opo sem lék sér við börn í flóanum árið 1955-1956. Mætti bara einn daginn og honum var kennt að leika sér með bolta og börn gátu haldið sér í uggann á honum og tekið sér far. En af ókunnum ástæðum dó hann og er grafin í þorpinu. Rétt eftir þorpið er ótrúlega flottur útsýnisstaður yfir flóann og Tasmanhafið og er best bara að skella sér yfir á myndasíðuna og dást að myndunum.

Eftir stutt stopp þar sem við bara keyptum okkur brauð, skinku og ost smurðum okkur samloku og sátum í skugganum undir tré var ekið inn í Waipoua skóginn. Þessi skógur er yfirfullur af kauri trjám. Þessi tré eru gúmmí tré sem voru notuð mikið í gamla daga og var næstum því 75% af öllum þessum trjám hoggin niður áður en þeir stoppuðu. Vegurinn í gegnum skóginn er æðislegur. Hlykkjast fram og til baka upp og niður og aldrei er maður með meiri sjónlengd heldur en í mesta lagi 100 m. Og tréin koma alveg niður að vegarbrúninni og ná að minnsta kosti 20 m upp í loftið.

Í miðjum skóginum stoppuðum við og löbbuðum stutta vegalengd að stæsta kauri tré í Nýja Sjálandi. En það er 16 m að þvermáli og var alveg magnað að sjá þenna risa liggja þarna þögull og kyrr. Fyndnasta er að þessi tré eru með svo viðkvæmar rætur að mestur hluti stígsins er uppbyggður svo þú labbir ekki á skógarbotninum.

Eftir að þöglu risarnir voru kvaddir var ekið í einni lotu niður til Auckland en við vorum ekki komin þangað fyrr en klukkan var að verða átta. Fengum okkur að borða á japönsku veitingastað sem var alveg ágætur. Ég fékk úthlutað nýju herbergi svo nú er ég komin með herbergi sem ég mun hafa yfir allt sumarið.

Foreldraferðasaga, Dagur 1

Jæja, þá eru foreldrarnir farnir og ég svona rétt að slappa af áður en 5 vikna túrinn hefst um suður eyju Nýja Sjálands. Ég sótti frekar skelkaða foreldra á flugvöllin í Auckland á föstudagseftirmiðdaginn. Þau höfðu flogið með Argentina Airlines og þar á bæ eru menn ekkert að hafa of miklar áhyggjur hvort að jafnþrýstibúnaðurinn er í 100% lagi. Þau lentu þó í smá vanda í tollinum þar sem tollarinn var nýbýrjaður og þurfti að spyrja mikilla spurninga um allan fjandann, aðallega var það harðfiskurinn sem olli vandræðum en að lokum komust þau í gegn.

Eftir að ég hafði komið þeim fyrir á Auckland City Hotel þá röltuðum við í gegnum campusinn minn sem leið lá niður í bæ. Röltum aðeins um Queen Street áður en haldið var á Orbit restaurant sem er upp í Skytower. Maturinn reyndist nokkuð góður þótt að þeir virtust ekki eiga steikarhnífa. Hnífaleysið olli okkur smá vandkvæðum að komast í gegnum steikurnar en bragðið var þó gott. Útsýnið reyndist þó öllu magnaðara og þótt að það var skýjað þetta kvöld sást vel í allar áttir.

Á laugardagsmorgunin var keyrt af stað í norður og var förinn heitið í bæ sem heitir Kerikeri og er við Bay of Islands. Rétt eftir að við komum úr Auckland stoppuðum við í littlum bæ sem heitir Puhoi. Sá bær byggðist upp af "Bóheimum sem töluðu germansk mál", svo vitnað sé í Lonely Planet. Lítill og fallegur bær ef bæ skildi kalla, þetta var eiginlega bara húsaþyrping u.þ.b. 10 hús og þar af var samkunduhús, bar, hótel, verslun, kirkja og minnsta bókasafn í heimi. Stoppuðum þó stutt við (tók ekki langan tíma að skoða öll húsinn) gengum þó aðeins um og rákumst á sauðfjárbónda sem var að velja lömb sem átti að leiða í sláturhúsið eftir helgina.

Bóndinn benti okkur á að kíkja í lítinn þjóðgarð sem var þarna rétt hjá sem og við gerðum. Þetta er einn af mörgum þjóðgörðum sem er í umsjón Auckland Regional Council en þessi nefnist Mahurangi. Röltum þarna um og horfðum á nokkra veiðimenn veiða sem og andarunga elta mömmu sína út um allt. Endurnar þarna voru reyndar greinilega vanar ferðamönnum því þær voru ekki lengi að nálgast bílinn þegar við stoppuðum í von um að við værum með eitthvað ætilegt.

Hádegismatinn okkar borðuðum við í Whangarei. En það er lítll bær rétt áður en þú kemur inn í það svæði sem er kallað Bay of Islands. Í miðbænum var búið að gera mjög skemmtilegt svæði í kringum smábátahöfnina. Þar var komið fyrir nokkrum veitingastöðum, klukkusafni (sem okkur gafst ekki tími til að skoða) sem og (eins og alltaf) nokkrum minjagripabúðum. Við snæddum á littlum stað sem nefndist At Reeva's. Skemmtilegur staður þar sem við fengum fyrst almennilega að kynnast hvað Ný Sjálenskir þjónar eru rólegir og lengi að öllu. Stressararnir voru því orðnir nokkuð óþolinmóðir loksins þegar við fengum reikningin og við gátum borgað þó að okkur lá ekkert á.

Þegar búið vara að rölta aðeins um miðbæ Whangarei var keyrt áfram að svefnstaðnum sem hafði orðið fyrir valinu en það var Kerikeri. Ekki blasti við okkur fögur sjón þegar við keyrðum inn í bæinn því allsstaðar stóð No Vacancy. Við spurðum þó fyrir og eina lausa bed and breakfast í 50 km radíus var á dýrasta hótelinu í bænum.

Rósarúmið
var all svakalegt svo ekki er meira sagt. Við vorum viss um að Tóta myndi þurfa að bryðja hystamín á meðan hún gisti þarna því það voru endalaust af blómum í fullum blóma. Þið verðið eiginlega bara að horfa á myndirnar til að gera ykkur grein fyrir hvað þetta var extravagant hjá okkur.

Eftir að við höfðum komið okkur fyrir í allri dýrðinni var leið haldið í smá göngutúr um svæðið. Við skoðuðum meðal annars elsta steinhús í Nýja Sjálandi sem stendur við hlið elsta húsinu. Rétt fyrir ofan þau er gamalt Maóra virki sem við gengum aðeins um. Hinum megin við ánna er síðan lítill skógargarður en við röltum þar svo lengi að við urðum að snúa við því við óttuðumst að þurfa að klöngrast til baka í myrkrinu.

Um kvöldið fengum við okkur síðan mjög góðan mat á litlum veitingastað þarna í bænum. Reyndar staðhæfir mamma að besta maturinn í ferðinni hafi verið þarna en þar bragðaði hún á sjávarrétta salati. En ég og pabbi létum okkur nægja mjög góðan Cajun Kjúkling með epli og perum.

8.11.06

Sumarfrí

Svona í fyrstu...Til Hamingju Jón og Helena með frumburðinn.

Jæja þá er prófin búin og við tekur stanslaus skemmtun næstu fjóra mánuðina. En það er alla vega genaral planið hjá mér. Prófin gengu þó upp og ofan. Byrjaði mjög vel og fór leikandi með fyrstu tvö prófin en næstu tvö voru aðeins strembnari. Ég ætla þó að ég hafi náð þeim öllum, eða það er ég ætla mér að vera bjartsýnn. Hef reyndar ekkert fengið úr þessu og býst ekki við að fá úr þeim í bráð, sérstaklega ef kerfið er eins löturhægt og maður hefur kynnst hérna.

Við hérna á Railway gerðum þó okkur dagamun á laugardaginn og skelltum okkur á ströndina. Þar héldum við allsherjar veislu og gistu hátt í 50 manns á ströndinni eftir drykkjuskap sem hefði sómað sér á íslenskri útihátið. Ég var þó einn þeirra sem var að fara í próf á þriðjudeginum og gat því ekki leyft mér að eyða tveimur dögum í þetta. Því var ég farin heim á leið rétt fyrir níu um kvöldið. Sá mikið eftir því að hafa ekki frekar verið þarna yfir nóttina og bara reynt að plata einhvern til að fara snemma heim. En það er ekki á allt kosið og maður endurtekur þetta einhvern tíman aftur, kannski um jólin?

Síðasta prófið var á þriðjudagsmorgun og síðan þá er ég bara búin að vera taka því rólega. Reyndar er ég búin að vera að reyna að kaupa mér skó en mjög littlum árangri. Gengur mjög illa að finna eitthvað sem mér lýst á. Ætlaði að reyna að sleppa því að fara í þessa týpísku íþróttaskó eins og ég enda alltaf á og fara frekar eitthvað í þá stefnu eins og ég gerði síðast. Eina tegundin sem ég hef fundið og lýst á þá eiga þeir hana ekki í réttri stærð. Fór meira að segja í langan göngutúr í dag upp á Parnell / Newmarket án þess þó að finna eitthvað. Endaði reyndar að kaupa mér buxur en það er annar handleggur.

Síðan er ég náttúrulega eitthvað búin að stressa mig yfir foreldra komunni á föstudaginn. Eina sem er klárt er að við erum með bíl, gistingu í Aukcland á föstudag og sunnudag. Síðan er bara að keyra norðu til Bay of Islands og gista eina nótt þar. Er búin að fá nokkrar ábendingar en við munum bara láta kylfu ráða kasti og sjá hvað okkur langar að gera þegar þar að kemur. Komum síðan aftur til Auckland á sunnudaginn, þá fæ ég nýtt herbergi hér á Railway (útskýri aðeins neðar í þessari færslu). Á mánudaginn keyrum við til Rotorua og síðan Coramandel og loks aftur til Auckland á miðvikudaginn en vélin þeirra fer í loftið um miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins.

Já, herbergið mitt. Ég er að fá nýtt herbergi hérna á Railway. Það er ekki það að ég sé að fara í stærra herbergi eða neitt slíkt heldur einverra hluta vegna þá þarf ég að skipta úr 3 manna íbúð í aðra þriggja manna. Og þeir geta ekki einu sinni gefið mér upp nýja herbergisnúmerið mitt strax. Helbert svindl. Síðan á næstu önn þarf ég einnig að skipta um herbergi svo þetta er ennþá meira rugl. Ruglið er líka að í hvert skipti sem maður sækir um herbergi þarf maður að borga 5000 kall. Við erum reyndar búin að hlæja að því síðustu mánuði en stjórnendurnir hérna koma fram við okkur eins við séum 16 ára. Það liggur við að þeir ætli okkur að haga okkur eins og munkar en reglurnar hérna eru held ég strangari en í klaustri. Reglurnar eru reyndar yfirleitt virtar að vettugi og við skemmtum okkur bara samt.

Í gær voru síðan tónleikar hérna á campusnum. Kalig, ein af bandarísku stelpunum hérna (ótrúlegt en satt þá finnast kanar hérna sem eru actually félagslyndir), hélt tónleika niður í borðsalnum okkar. Hún flutti þar frumsamin lög í bland við cover. Lögin hennar og flutningur minnti dáldið á Heru og var ég mikið að spá í að senda henni diskinn bara svona upp á grínið.

Held ég hafi bara ekkert meira að segja í bili. Mun örugglega hafa meira og merkilegra blogg í sumar, það er þegar maður kemst í tölvu. Held að ég taki tölvuna mína ekki með í ferðalagið þótt ég viti ekki hvernig ég eigi að haga mér án hennar. (Nei ég er ekki orðin það háður tölvunni að ég sé búin að skýra hana.) Lofa alla vega myndum og bloggi í næstu viku svo fólkið heima sjái hvernig foreldrunum reyddi af hérna í Landi Loðna Ávöxtsins.