11.1.07

Nýtt ár á framandi slóðum

Jæja, búin að vera annsi andlaus upp á síðkastið og þá sérstaklega eftir mjög svo dull gamlárskvöld. Upphaflega hljómið kvöldið annsi vel. Fara á tónleika í Whitianga (næstum því á ströndinn en ég kalla þetta samt strandarpartý) og vera á meðal 3000 einstaklinga og hlusta á tónlist. Eini toppurinn var að telja niður að miðnættinu en eftir að hafa séð tvær minnstu tegundir af flugeldum springa var þetta bara alveg búið. Og ef ég væri drykkjuhrútur þá hefði ég verið fúll yfir því að þeir hættu að selja áfengi klukkan 11. Þetta er einnig ekki allt saman því á slaginu 2 var slökkt á öllu og allir reknir í burtu. Þegar við löbbuðum í gegnum bæinn var allt dautt þar líka. Þess vegna voru allir sem voru með okkur sofnaðir í síðasta lagi 3.

Næstu dagar voru þó mun betri. Við höfðum tjaldað í garðinum hjá vinkonu kærustu (Olivia) vinar (Faddy) okkar (mæðra bræðra etc.). Garðurinn þeirra er reyndar partur af bóndabýlinu þeirra og áður en við keyrðum til Tauranga (þar sem Olivia á heima) fengum við túr um svæðið. Mjög falleg staðsetning á býlinu og ekki skemmdi fyrir að við fengum frjálsar hendur að týna plómur og ferskjur sem uxu á trjánum í garðinum.

Við vissum það reyndar fyrir að foreldrar Olivu væru ríkir en það sem blasti við okkur þar kom okkur dáldið á óvart. Hún býr í strandhúsi sem er örugglega í nágrenni við 400 fermetrar og garðurinn aftan við er á stærð við fótbóltavöll. Þegar við vöknuðum 3. janúar þá byrjuðum við á því að leika okkur í nokkra klukkutíma á sjóskíðunum þeirra. Eftir það vorum við með littla grillveislu áður en við héldum heim á leið til Auckland.