3.8.06

Skólaklúður

Stundum get ég ekki annað en lýst sjálfum mér sem klúðrara. Ég er skráður í námskeið sem er kennt í tveimur lotum þ.e. 3 daga í röð eru fyrirlestrar frá 8:30-16:00. Þetta er gert svo fólk alls staðar að geti mætt á staðinn og setið námskeiðið. Námskeiðið heitir "Infrastructure Asset Management" og verður að segjast að það virðist vera mjög áhugavert fyrir mig og mína vinnu. (Námskeiðið fjallar um hvernig þú stýrir eignum sem þarfnast viðhalds og endurnýjunnar eins og: dreifikerfi fyrir rafmagn, vatn og hitaveitu; vegakerfi; útivistarsvæði og annað eins.)

Þegar ég kom hérna fyrst var ekkert til um námskeiðið, hvenær það yrði kennt eða hvar. Einhvern vegin beit ég það í mig að það yrði ekki kennt fyrr en rétt fyrir vetrarfríið sem er núna í lok ágúst. Heyrði það utan af mér þegar ég var í öðrum tíma. Auðvitað var ég heldur ekkert að spyrjast fyrir um þetta því að í tölvukerfinu kemur bara fram TBA (to be added) fyrir aftan námskeiðið svo ég gerði bara ráð fyrir að þetta myndi koma fram þar þegar fram liður stundir.

Málið er það að í Háskólanum eru tvö netkerfi í gangi, NDeva og Cecil. NDeva er fyrir allar upplýsingar um þig og skráningu í kúrsa en Cecil er eins og Uglu kerfið heim (fyrir þá sem ekki vita er þar setta inn allskona upplýsingar um kúrsana og tilkynningar frá kennurum). Auðvitað ljáðist að segja mér frá Cecil kerfinu (eða þá að ég hafi hreinlega ekki tekið eftir því) og því fékk ég ekki tilkynningu um hvenær þessi kúrs byrjaði.

En í gær var ég á tali við annan strák og hann fór að segja hve hann væri þreyttur eftir alla þessu setu í fyrirlestrunum sínum og nefnir síðan að hann sé í Infrastructure Asset Management. Auðvitað bregður mér við þegar ég fatta að mér tókst að missa af 2 af 3 dögum af kennslu af fyrri part námskeiðsins. Og á þessu byggist nærri öll verkefnavinnan sem við gerum og eigum að skila af okkur þegar seinni hlutinn byrjar um miðjan september. Ég mætti í dag og er frekar áhugasamur um þetta en lendi bara í því að þurfa að lesa mér sjálfur til og vona bara að ég nái því sem ég þarf að ná.

Annars er bara allt annað gott. Var boðið að slást í för með nokkrum nemendum til Lake Taupo um helgina. Planið er að leigja bíl og leggja af stað á föstudagseftirmiðdag eða snemma á laugardaginn. Ég veit eiginlega annsi lítið um þetta allt saman þ.e. hvað þetta er og hvað er hægt að gera þarna. En ætla samt að skella mér. Bæði að kynnast fleira fólki sem og að gera eitthvað annað heldur en að labba um Auckland. Þetta þýðir reyndar að ég þarf að kaupa mér gönguskó á morgun en það ætti ekki að vera vandamál. Lofa alla vega fullt af myndum og ferðasögu á mánudag/þriðjudag.

Eftir að hafa eldað frekar seint í gærkvöldi endaði ég á The Strand (bar með snarklikkaðum eiganda (alla vega það sem mér er sagt) og er tekur aðeins 2-3 mínútur að labba þangað frá Railway) með Nacho og nokkrum vinum hans. Hittum reyndar fullt af fólki af campusnum þegar við komum þar og meðan við voum þar. Hörku stemmning í gangi því húsbandið var að spila og gerðu það bara vel. Reyndar má kvarta undan hávaða því maður átti erfitt með að tala við fólk og ég var með hellur fyrir eyrunum í langan tíma eftir að ég kom heim. Auðvitað gekk mér illa að sofna og augun lokuðust ekki fyrr en að verða fjögur og því var ég annsi þreyttur í fyrirlestrunum í dag. Fyrir þá sem vilja vita er Red Bull svar við allri þreytu....

5 Comments:

At 11:58 f.h., Blogger Ella said...

Tja, ekki myndi ég nú skrá klúðrið algjörlega á þinn kostnað. Þessi skóli er nú ekki alveg að standa sig í að gefa réttar upplýsingar!

Góða skemmtun á Lake Tabo

 
At 11:58 f.h., Blogger Ella said...

Eða Taupo... hvernig á maður að muna þessi skrítnu nöfn!!!

 
At 12:44 e.h., Blogger Vallvarður said...

Actually var ákveðið að fara til Rotorua í staðin og bíða með Taupo. Ég var reyndar meira til í Taupo en ég var kveðin í kútin því að Rotorua er víst mun meira crowded þegar líður á sumarið.

 
At 11:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll vinur
Ég er sammála Ellu þú átt ekkert í þessu klúðri með námskeiðið þetta er alfarið skólans, þú átt bara að skammast við þá.
Mér finnst frábært að þú skulir vera að fara í svona ferð til Rotarua og kynnast fólki.
Nú er komið á hreint að við mamma þín förum til Sidney og verðum þar frá 4 nóv til 10 nóv, við erum ekki búin að gera upp við okkur hvort við förum í einhverja skoðunarferð og komum svo til þin eða hvort við förum bara beint til þín þann 10 nóv. Þetta fer soldið eftir því hvernig stendur á hjá þér í prófum og skólavinnu. Heyrum vonandi í þér í kvöld eða eftir helgina ef þú verður farinn af stað í kvöld.
Gangi þér vel kallinn minn þú stendur þig eins og hetja og hefur alltaf gert.
kveðja gamli :)

 
At 1:55 e.h., Blogger Ella said...

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Halli, hann á afmæli í dag!!!

Til hamingju með daginn, þótt þú sjáir þetta ekki strax. Vonandi er gjöfin komin til þín!!!

Bestu afmæliskveðjur frá okkur Brusselbúum!

 

Skrifa ummæli

<< Home