25.8.06

Jæja, hérna kemur smá blogg

Eins og systir mín í Bruxelles þá er ég búin að vera annsi andlaus og þegar ég fæ hugmyndir er ég ekki fyrir framan tölvuna. Loksins þegar ég sest niður þá er allt horfið úr huganum. Annars fyrir utan Rugby leikinn á laugardaginn hefur ekki mikið verið upp á teningnum. Fékk reyndar einhvern kvef fjanda um miðja vikuna en er búin að ná því úr mér að mestu. Síðustu nætur hafa nefnilega verið dáldið kaldar sérstaklega þegar hitarinn í herberginu mínu virðist ekki virka.

Annars var leikurinn algjör snilld og ég á eflaust eftir að fara aftur. Auðvitað unnu Svartstakkarnir sýndu snilldar tilþrif í seinni hálfleiknum og skeindu sér á Kengúrunum. Mjög gaman var að sjá Haka sem er smá athöfn sem Ný Sjálendingar gera áður en leikurinn hefst. Eina sem skyggði á þetta allt saman var að ferðaskrifstofan sem bókaði miðan var ekki alvega að standa sig. Við borgðum $50 meira (um 2500 kr) og fyrir það áttum við að fá BBQ, drykkjarföng og far á leikinn. BBQ-ið var pulsa í fransbrauði og tómatsósa, drykkjarföngin var 1 bjór af barnum (gast ekki fengið neitt annað ekki einu sinni rauðvín) og lagt var svo seint af stað að við misstum næstum því af Hakanu. Og þegar við fórum heim gekk mjög illa að finna rúturnar því fararstjórarnir gáfu okkur ekki nægjanlega upplýsingar um hvar þær myndu vera. En við komumst þó heim að lokum og í dag hlæjum við að þessu öllu.

Auðvitað hafa verið framkvæmdir ótrúlegir gjörningar í eldhúsinu grillveisla í kvöld og tapas í gær (þar sem ég og Nacho sameinuðumst um að gera snilldar góða pizzu sem auðvitað kláraðist á notime). Annars held ég að fólk sé komið á þá skoðun að ég sé einhver meistarakokkur en ég held að ég hafi aðeins platað það því ég elda alltaf sama réttin bara dulbúin sem mismundandi réttir. Annars held ég að eitt það sniðugasta sem við gætum gert hérna væri að safna saman þeim uppskriftum sem notaðar eru á þessum tapas kvöldum því réttirnir hérna eru hverjum öðrum betri.

Á morgun er ég síðan að fara í 4 daga kayak ferð um nyrsta odda suður eyjunnar. Ég veit ekki nákvæmlega hvert við erum að fara en við erum 5 sem leggjum af stað eldsnemma í fyrramálið og byrjum á því að keyra til Wellington og tökum ferjuna þaðan yfir til Picton. Þaðan keyrum við smá spöl til lítils bæ og róum þaðan. Þetta á eftir að vera algjör snilld því mér hefur alltaf dreymt um að gera þetta. Fjárfesti einmitt í góðum útivistargræjum í dag og þó ég hafi kannski aðeins farið yfir strikið þá sé ég ekki eftir neinu. Þið skuluð því bara hlakka til snilldar flotra mynda og skemmtilegra frásagna þegar ég kem heim aftur.

5 Comments:

At 7:31 e.h., Blogger Ella said...

Ég bíð spennt eftir myndum, þetta verður geggjað!

 
At 11:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég bíð líka spennt
mamma

 
At 9:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er það fara þessir fjóru dagar ekkert að líða, ég er farin að hlakka svo til að heyra alla kayak-ferðasöguna. Annars er allt gott að frétta héðan úr Ghetto-inu!!!!!!!! Fyrir utan allt dópið, slagsmálin og lögguofbeldið.

 
At 1:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

það er naumst að þú leggur á þig til að líkjast frænda þínum... matargjörningar og gúrmet á hverjum degi... bara svo að það er sagt, þá er Nojarinn farinn að horast aftur... þannig að þú ferð bara hægt í sakirnar... ekki satt.. :-)

 
At 1:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

djöfuls bölvuð snilld að fara í þessa kajakferð mar
komdu nú með einhverjar magnaðar myndir laxmaður! Skærgóð heilsa frá gifta manninum Halli Árnasyni og hans fögru meyjum!

 

Skrifa ummæli

<< Home