9.8.06

Eldhúsframfarir

Síðustu viku verð ég að segja að ég hafi verið frekar duglegur í eldhúsinu. Það stafar kannski að mestu af því að flest öll samskipti á þessum campus gerast í eldhúsinu. Þú bara tekur þitt hafurtask labbar niður og byrjar að elda. Áður en þú veist af er einhver byrjaður að elda við hliðina á þér (yfirleitt einhver sem maður kannast við) og þá byrjar spjallið. Eftir að búið er að framreiða matin er sest niður í borðstofunni (sem einu sinni var brautarpallurinn, búið er að fylla upp í lestarsporin). Ef þú gerir þessi "mistök" þá ertu ekki komin upp í herbergi til þín fyrr en að ganga miðnætti og því byrjar maður yfirleitt ekki að elda fyrr en að verða átta.

Lenti á spjalli við einn strák í gær, Jeff frá Boston að mig minnir, sem er eins og ég mikill aðdáandi Terry Pratchet. Hann hafði lesið allar bækurnar og við gátum bara minnst á eitthvað lítið atvik og þá hlógum við báðir. Eftir á að hyggja vorum við svona svipaðir og fangarnir tveir sem gátu bara sagt númerið á brandaranum. Fyndna var reyndar að þessi strákur hafði alveg jafn mikin áhuga á myndum sem eru svo lélegar að þær verða fyndnar (til dæmi Batman: The movie og Rollerblade). Það komst reyndar upp í gær að stór hluti af hópnum sem heldur mest saman hérna hefur ekki séð The Princess Bride og því er byrjað að skipuleggja videokvöld bráðum til að þröngva þeim til að sná þetta snilldarverk.

Í kvöld er BBQ og ætlum við að hittast um átta leytið og mun hver fyrir sig koma með eitthvað að grilla. Ég er búin að slá upp í flute og gera rósmarín kartöflur og er til í allt. Keypti tvær Filet sneiðar sem ég ætla að grilla. Þetta verður því filet með "Halla" brauði, rósmarín-kartöflum síðan er stefnan að hafa tómatsalat með þessu öllu. Hefði helst viljað gera sveppa sósu en það er dáldið erfitt þegar maður grillar. Það ætti að vera nóg af liði í kringum mann sem getur aðstoðað mig við að grilla þetta kjöt og klárað kannski kartöflurnar, tómatsalatið og brauðin.

Ég get nefnilega ekki haft afganga því á morgun er planað að hafa Tapas kvöld. Sem þýðir á Railway allir gera eitthvað og allir smakka hjá öllum. Þarf ekki endilega að vera Spænskt þó að Nacho ætlar að sýna snilli sýna og búa til annað hvort Paellas eða spænska eggjaköku. Brauðgerðin mín verður jómfrúarbakstur minn hérna suður frá og því vona ég að allt gangi vel. Hef enga hugmynd hvernig þetta mun takast en deigið leit alla vega vel út.

3 Comments:

At 1:30 e.h., Blogger Ella said...

Má ég koma í mat???

 
At 8:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nammi namm.....kveðja Habba og afi Albert

 
At 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vúff, þú verður orðinn útlærður kokkur þegar þú kemur heim....

 

Skrifa ummæli

<< Home