18.8.06

Einmanaleiki, hvað er það?

Ef það er eitthvað orð sem ekki finnst hérna á Railway Campus er það einmanna. Ef einhver sem kemur hérna tekst að vera einmanna er hann annað hvort óstjórnlega leiðinlegur eða sérlega óframfærin. Ég skal reyndar viðurkenna að ég var nokkuð heppin að kynnast Nacho svona fljótt því að hann dregur að sér allskona fólk hrærir upp í því og áður en þú veist af áttu orðið 5 fleiri vini heldur en í gær.

Á þriðjudaginn var crepes kvöld hérna á TRC. Reyndar vissi ég ekki af því og hafði eldað mér Sedani Classic (snilldar góður pastaréttur með kjúklingi, þeir sem fóru eitthvað á Pasta Basta þegar ég vann þar vita hvað ég er að tala um. Takk Mummi fyrir uppskriftina.). Allir komu með eitthvað til að setja í pönnsurnar og Frakkarnir tveir í hópnum sáu um eldamennskuna. Eins og alltaf skapaðist stemmning í eldhúsinu, auðvitað eru bestu partýin í eldhúsinu. Sérstaklega var áhugaverð keppnin milli Nacho og Önnu að snúa pönnsu við í loftinu sem endaði í árekstri fyrir framan eldavélina. Ég held meira að segja að báðar pönnsurnar enduðu á sömu pönnunni.

Í gær var svo 3ja vikulega Tapas kvöldið. Þessi kvöld verða alltaf stærri og stærri og maður borðar alltaf meira og meira. Margir góðir réttir sem maður smakkar þarna en maður verður að hafa hraðan á ef maður ætlar sér að fá eitthvað. Ég skellti upp í smá Semi Fredo fyrr um daginn, einskonar ís frá Ítalíu, og vakti talsverða lukku. Kláraðist reyndar ekki eins fljótt og brauðið mitt vikuna áður en það voru nokkrir sem vöktuðu skálina. Reyndar var aðalbrandarinn við ísin að fyrr um daginn hafði ég hitt Chris, einn fárra Ný Sjálendinganna á campusnum og sýndi ég honum ísinn. Eina sem hann sagði var. "It looks like crap." En um kvöldið átt hann manna mest af ísnum mínum og gerði ég stólpa grína af honum fyrir vikið.

Eftir allt átið var farið á Fordes en það er bar sem er steinsnar frá campusnum. Staðurinn er rekin af írskum Ný Sjálendingi og var hörku stuð í hópnum. Spilað var Beer Pong og Pool fram eftir nóttu og þótt að ég hafi farið að sofa snemma eða að verða 3 voru sumir enn í fullum gír og héldu áfram.

Planið um helgina er að reyna að læra eitthvað og síðan er stórleikur í alþjóðlegur rugby á laugardaginn þegar All Blacks taka á móti The Wallabies (fyrir ólærða er þetta Nýja Sjáland á móti Ástralíu). En þetta er Leikurinn til að horfa á, má bera þetta saman við England-Argentína í fótboltanum. Eða öllu frekar Ísland-Svíþrjóð í handboltanum. Þetta verður mögnuð upplifun og verða örugglega settar inn myndir og frásögn af leiknum eftir helgina. Ég ætla líka að reyna að horfa á ManUtd leikinn á sunnudagskvöldið en útsendingin byrjar klukkan 12:30 um kvöldið.

5 Comments:

At 10:46 f.h., Blogger Ella said...

Hvernig er með afmælisgjöfina, er hún ekkert að komast á leiðarenda???

 
At 1:06 e.h., Blogger Vallvarður said...

Neibb, ég vakta pósthólfið eins og hrægammur. Tjékka stundum þrisvar á dag. Ég held að fólkið í afgreiðslunni haldi að ég sé eitthvað ruglaður. Versta er að ég er líka að bíða eftir pakka frá mömmu svo spennan er alveg að fara með mig.

 
At 5:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki venjan að því verr sem matur lítur út, því bragðbetri er hann. Það segjir alla vega Skötuselskenningin. Halltu því áfram að útbúa ljótan mat félagi.

 
At 10:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega gaman að lesa bloggið þitt og sjá /heyra að þú hefur það gott

 
At 1:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður Halli,
ég vissi ekki að þú værir svona mikill matgæðingur. Ég legg til að þú látir fylgja með uppskriftir af þessum girnilegu réttum sem þú ert að lýsa.

 

Skrifa ummæli

<< Home