14.8.06

Grill, Tapas og Strendur

Það má með sanni segja að grill kvöldið heppnaðist ótrúlega vel. Ég keypti mér Ný Sjálensk nautakjöt sem bragðaðist alveg ljúfenglega. Auðvitað bakaði ég brauð í tilefni dagsins og var því tekið með sömu viðbrögðum og heima. Þetta var reyndar í fyndnara lagi því engin ljós voru í garðinum þar sem grillin voru og því áttu sumir dáldið erfitt um að sjá hvort að steikin þeirra væri að grillast rétt. Allir voru samt sáttir eftir þetta kvöld og verðu örugglega endurtekið fljótlega.

Tapas kvöldið sló þó grillkvöldinu algjörlega út. Mætt var niður í eldhús rétt fyrir átta og var fólk þá byrjað að elda sína rétti. Undirritaður smellti saman í fyllt brauð með ferskum mossarella, parmaskinku go tómötum. Ég var varla búin að taka brauðið út úr ofninum þegar það var búið, reyndar var þetta mjög algengt þarna um kvöldið því réttirnir voru hverjum öðrum betri.

Á sunnudaginn fórum við 14 af Railway Campus í bíltúr á þrjár strendur á vesturströnd Nyrðri Eyjunnar. Aðal aðdráttaraflið fyrir flesta var að allar strendurnar eru með svartan sand, sem er frekar algengt hérna. Auðvitað fyrir mig var þetta bara "been there, done that". Samt var ótrúlegt hve sandkornin voru fín og hvernig litbrigðin í sandinum voru.

Fyrsta ströndin var Muriwai. Hún minnti mig margt á strendurnar á söndunum heima á Íslandi. Sandhólar með einhverju illgresi á og síðan svört strönd með miklu brimi. Þessi strönd var troðfull af krossurum og fjórhjólum að spóla. Löbbuðum samt í dágóðan tíma meðfram ströndinni og þurftum meðal annars að skella okkur úr skónum til að vaða yfir á sem rann í sjóinn. Sumir gáfust upp á því að halda á skónum og því voru þeir faldir undir illgresi á leiðinni. Eftir smá labb uppgötvuðum við að landslagið var alltaf það sama og því var snúið við.

Á leiðinni á næstu strönd, Bethels Beach, rákumst við á emúa sem voru hafðir í einhverri girðingu við veginn. Það var litið á mig eins og ég væri kex ruglaður þegar ég lýsti því yfir að ég yrði að komast út og taka mynd. Það varð til þess að auðvitað varð ég að segja frá hinni frábæru Radíusflugu sem var ekki til að bæta ímynd mína sem rugludallur. Á Bethel var ótrúlega mikill vindur og á stígnum sem lá frá bílastæðinu að ströndinn mynduðust miklir svipti vindar. Einn strákurinn sem ætlaði að gæða sér á epli hætti snarlega við eftir að hann beit fyrsta bitan því hann fann meiri sandbragð heldur en eplabragð. Nokkrir í hópnum ákváðu að reyna að veikjast og skelltu sér í sundskýlu og út í. Undirritaður hefur glímt við eilítið kvef og hálsbólgu síðustu daga svo ég ákvað að hætta mér ekki.

Síðasta ströndin var svo Karekere sem er víst mikil brimbretta strönd á sumrin. Í gær voru þarna aðeins fólk og hundar. Ótrúlega fallegt umhverfi og var mikið um sumarhús þarna. Sum húsin voru meira að segja byggð í snarbröttum hlíðum og efaðist verkfræðingurinn í mér um stöðugleika þeirra. Í norðan verðri víkinni var lítið nes sem nokkur af okkur klöngruðumst fram á og mátti sjá þar ótrúlegt brim brotna á hömrunum. Eftir þetta klifur var haldið heim á leið með viðkomu í helvíti til að ná sér í pizzu í matinn.

2 Comments:

At 3:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1218112

Dell rafhlöður innkallaðar, tékkaðu á þessu.

 
At 9:13 e.h., Blogger Vallvarður said...

Arg, auðvitað þurfti rafhlaðan mín að vera inn á þessum lista...

 

Skrifa ummæli

<< Home